Bæjarins beztu segir skilið við Akureyri í bili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2019 15:46 Mynd sem tekin var af vagninum þegar flutningarnir hófust norður fyrr í sumar. guðrún kristmundsdóttir Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor. Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor.
Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10