Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2019 10:43 Skrifstofustjóri Bjarna gegndi formennsku í stjórn. visir/vilhelm Þórhallur Arason skrifstofustjóri Fjármálaráðuneytisins fékk tæpar 327 þúsund krónur greiddar fyrir hvern fund meðan hann gegndi formennsku í stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðandi er nú með rekstur Lindarhvols ehf. til rannsóknar. Meðal þess sem sjá má í ársreikningum fyrirtækisins. Lindarhvoll ehf. var stofnað 15. apríl 2016 en starfsemi félagsins lauk 7. febrúar 2018. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu þess. Lögmannsstofan Íslög fékk sitt Þannig starfaði félagið í 663 daga, þar af 457 vinnudaga sem gerir 21 mánuð og þrjár vikur. Starfsemi Lindarhvols kostaði ríkissjóð 323.665 krónur á dag, eftir því sem Vísir kemst næst. Það kostaði sitt að reka Lindarhvol ehf. Til þess var stofnað af fjármálaráðuneytinu, í tíð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Því bar að selja eignir sem ríkið fékk í fangið eftir nauðasamninga við föllnu bankana seint á árinu 2015. Verulegrar óánægju gætti með það hversu ógegnsætt ferlið virtist vera og þannig greindi Vísir til að mynda frá því í nóvember árið 2016 að engin svör bærust við fyrirspurnum þaðan. En, samkvæmt ársreikningum greiddi Lindarhvoll ehf lögmannastofunni Íslögum rúmar 102 milljónir með virðisaukaskatti. Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ef aðeins er tekið tillit til virkra daga að frádregnum virðisaukaskatti greiddi Lindarhvoll Íslögum liðlega 178 þúsund krónur á dag. Ágætlega haldnir stjórnarmenn Alls voru 16 stjórnarfundir haldnir í Lindarhvoli árið 2016. Fundir voru haldnir á miðvikudögum eftir hádegi. Stjórnunarlaun fyrir árið 2016 voru rúmar 12 milljónir króna ef frá eru dregin launatengd gjöld. Þannig fékk formaður Lindarhvols því liðlega 327 þúsund krónur fyrir hvern fund og meðstjórnendur liðlega 216 þúsund krónur. Í stjórn Lindarhvols á þessum tíma var Þórhallur Arason formaður stjórnar en auk hans sátu í stjórninni þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Samhliða stjórnunarstörfum störfuðu stjórnarmenn í fullu starfi hjá hinu opinbera; Þórhallur sem skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins en hann er nú farinn á eftirlaun, Haukur sem forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands og Ása var þá dósent við Háskóla Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52 Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Þórhallur Arason skrifstofustjóri Fjármálaráðuneytisins fékk tæpar 327 þúsund krónur greiddar fyrir hvern fund meðan hann gegndi formennsku í stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðandi er nú með rekstur Lindarhvols ehf. til rannsóknar. Meðal þess sem sjá má í ársreikningum fyrirtækisins. Lindarhvoll ehf. var stofnað 15. apríl 2016 en starfsemi félagsins lauk 7. febrúar 2018. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu þess. Lögmannsstofan Íslög fékk sitt Þannig starfaði félagið í 663 daga, þar af 457 vinnudaga sem gerir 21 mánuð og þrjár vikur. Starfsemi Lindarhvols kostaði ríkissjóð 323.665 krónur á dag, eftir því sem Vísir kemst næst. Það kostaði sitt að reka Lindarhvol ehf. Til þess var stofnað af fjármálaráðuneytinu, í tíð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Því bar að selja eignir sem ríkið fékk í fangið eftir nauðasamninga við föllnu bankana seint á árinu 2015. Verulegrar óánægju gætti með það hversu ógegnsætt ferlið virtist vera og þannig greindi Vísir til að mynda frá því í nóvember árið 2016 að engin svör bærust við fyrirspurnum þaðan. En, samkvæmt ársreikningum greiddi Lindarhvoll ehf lögmannastofunni Íslögum rúmar 102 milljónir með virðisaukaskatti. Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ef aðeins er tekið tillit til virkra daga að frádregnum virðisaukaskatti greiddi Lindarhvoll Íslögum liðlega 178 þúsund krónur á dag. Ágætlega haldnir stjórnarmenn Alls voru 16 stjórnarfundir haldnir í Lindarhvoli árið 2016. Fundir voru haldnir á miðvikudögum eftir hádegi. Stjórnunarlaun fyrir árið 2016 voru rúmar 12 milljónir króna ef frá eru dregin launatengd gjöld. Þannig fékk formaður Lindarhvols því liðlega 327 þúsund krónur fyrir hvern fund og meðstjórnendur liðlega 216 þúsund krónur. Í stjórn Lindarhvols á þessum tíma var Þórhallur Arason formaður stjórnar en auk hans sátu í stjórninni þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Samhliða stjórnunarstörfum störfuðu stjórnarmenn í fullu starfi hjá hinu opinbera; Þórhallur sem skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins en hann er nú farinn á eftirlaun, Haukur sem forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands og Ása var þá dósent við Háskóla Íslands.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52 Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30
Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52
Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00
Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24