Enski boltinn

„Sé ekkert sem verðskuldar þennan verðmiða“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fred umhugsa í leiknum í gær.
Fred umhugsa í leiknum í gær. vísir/getty
Neville skilur ekki hvernig Man. Utd borgaði 53 milljónir punda fyrir Fred

Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, skilur ekki hvernig hans gamla félag borgaði rúmlega 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn Fred.

Fred kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli Man. Utd gegn Arsenal á heimavelli í gær og hreif ekki marga á vellinum. Neville var að minnsta kosti ekki einn af þeim.

„Ég hef ekki séð neitt í þessa tólf mánuði sem hann hefur verið hér að hann verðskuldi þetta kaupverð,“ sagði Neville eftir jafnteflið í gærkvöldi.







United borgaði 53 milljónir punda fyrir Fred sem kom frá Shaktar Donetsk síðasta sumar en hann hefur verið í vandræðum með að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu hjá enska stórliðinu.

„Hann var góður í útileiknum gegn PSG en hann er ekki markaskorari, ekki varnarsinnaður miðjumaður og ekki mikill hlaupari. Fyrir 60 milljónir punda myndiru halda að hann myndi falla inn í eitthvað af þessu.“

Fred hefur spilað fimm leiki það sem af er leiktíðinni og þar á meðal hafa tveir af þeim verið gegn Astana og Rochdale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×