Enski boltinn

Carragher um jöfnunarmark Arsenal: „VAR eins og það gerist best“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang skorar jöfnunarmarkið en Ashley Young vill að dæmt verði rangstaða.
Aubameyang skorar jöfnunarmarkið en Ashley Young vill að dæmt verði rangstaða. vísir/getty
Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports, segir að VARsjáin hafi skilað sínu í stórleik Man. Utd og Arsenal á Old Trafford í gær.

Pierre-Emerick Aubameyang slapp einn í gegn og jafnaði metin í 2-2 eftir hörmuleg mistök Axel Tuanzebe en aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu.

Kevin Friend beið eftir að VARsjáin myndi kíkja á atvikið aftur og í endursýningu sást að Aubameyang var aldrei rangstæður. Markið var því dæmt gott og gilt.

„Þú sást að dómarinn lét flautuna upp í munninn og það var það sem Solskjær var að kvarta yfir á hliðarlínunni,“ sagði Carragher eftir leikinn við Sky Sports.





„Ég er ekki viss um að hann sé í frábærri aðstöðu til að sjá það frá hliðarlínunni. VAR hefur vakið mikið umtal á tímabilinu en þetta var VAR eins og það gerist best. Þess vegna eru þeir með þetta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×