Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2019 23:36 Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. facebook/hugarfar Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. Félagið segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi og bitni ástandið sem nú ríkir þar á meðferð sjúklinga. Í kjölfar uppsagnanna lýstu starfsmenn yfir vantrausti á stjórn SÍBS og fjöldi lækna sögðu upp störfum. Hugarfar segir meðferðina sem boðið er upp á á Reykjalundi bráðnauðsynlega fyrir bata þeirra sem hlotið hafa heilaskaða og því skipti sköpum að ró skapist um starfsemina til þess að sjúklingar geti fengið faglega meðferð. „Þrátt fyrir að heilaskaði er ein algengasta orsök áunninnar fötlunar hjá ungu fólki og ein meginorsök ótímabærs dauða þá er engin heildstæð stefna né langtíma meðferðarúrræði til staðar.“ Þá kemur fram að árlega verði um 900 manns fyrir heilaskaða og einungis áttatíu af þeim fái greiningu og bráðameðferð vegna þessa. Þá sitji eftir ríflega 800 manns sem ekki fái endurhæfingu. „Það er ljóst að kostnaður samfélagsins er gríðarlega mikill þar sem stór hópur fær ekki endurhæfingu við hæfi. Til þess að einstaklingar með heilaskaða geti fótað sig sjálfir í samfélaginu á ný þarf að stórefla þá endurhæfingu í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, að mikilvægt sé að á síðastliðnum árum hafi átt sér stað öflug uppbygging heilaskaðateymis á Reykjalundi og mjög mikilvægt að áframhald verði á því.“ Hún segir heilaskaðateymið búa yfir mikilli þekkingu á afleiðingum höfuðhögga og heilaskaða. Sú þekking sé af skornum skammti í heilbrigðiskerfinu. „Samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra, byggt á skýrslu starfshóps um stefnubreytingar í meðferð einstaklinga sem hlotið hafa heilaskaða, þá stendur til að bæta meðferðina, m.a. á Reykjalundi,“ segir Guðrún. „Mikilvægt að sú innleiðing gangi eftir með nýjum stjórnendum. Við erum jafnframt áhyggjufull fyrir hönd okkar skjólstæðinga enda er ástand þeirra mjög viðkvæmt og nauðsynlegt að ekki ríki órói í kringum starfsemi stofnunarinnar og tryggð sé áframhaldandi fagleg meðferð.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. 11. október 2019 18:30 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. Félagið segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi og bitni ástandið sem nú ríkir þar á meðferð sjúklinga. Í kjölfar uppsagnanna lýstu starfsmenn yfir vantrausti á stjórn SÍBS og fjöldi lækna sögðu upp störfum. Hugarfar segir meðferðina sem boðið er upp á á Reykjalundi bráðnauðsynlega fyrir bata þeirra sem hlotið hafa heilaskaða og því skipti sköpum að ró skapist um starfsemina til þess að sjúklingar geti fengið faglega meðferð. „Þrátt fyrir að heilaskaði er ein algengasta orsök áunninnar fötlunar hjá ungu fólki og ein meginorsök ótímabærs dauða þá er engin heildstæð stefna né langtíma meðferðarúrræði til staðar.“ Þá kemur fram að árlega verði um 900 manns fyrir heilaskaða og einungis áttatíu af þeim fái greiningu og bráðameðferð vegna þessa. Þá sitji eftir ríflega 800 manns sem ekki fái endurhæfingu. „Það er ljóst að kostnaður samfélagsins er gríðarlega mikill þar sem stór hópur fær ekki endurhæfingu við hæfi. Til þess að einstaklingar með heilaskaða geti fótað sig sjálfir í samfélaginu á ný þarf að stórefla þá endurhæfingu í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, að mikilvægt sé að á síðastliðnum árum hafi átt sér stað öflug uppbygging heilaskaðateymis á Reykjalundi og mjög mikilvægt að áframhald verði á því.“ Hún segir heilaskaðateymið búa yfir mikilli þekkingu á afleiðingum höfuðhögga og heilaskaða. Sú þekking sé af skornum skammti í heilbrigðiskerfinu. „Samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra, byggt á skýrslu starfshóps um stefnubreytingar í meðferð einstaklinga sem hlotið hafa heilaskaða, þá stendur til að bæta meðferðina, m.a. á Reykjalundi,“ segir Guðrún. „Mikilvægt að sú innleiðing gangi eftir með nýjum stjórnendum. Við erum jafnframt áhyggjufull fyrir hönd okkar skjólstæðinga enda er ástand þeirra mjög viðkvæmt og nauðsynlegt að ekki ríki órói í kringum starfsemi stofnunarinnar og tryggð sé áframhaldandi fagleg meðferð.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. 11. október 2019 18:30 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00
Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. 11. október 2019 18:30
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum