Erlent

Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman

Samúel Karl Ólason skrifar
Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, á blaðamannafundi.
Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, á blaðamannafundi. AP/Forsetaembætti Mexíkó
Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. Þegar hann var handtekinn í borginni Culiacan í Mexíkó þvinguðu þungvopnaðir glæpamenn lögregluþjóna til að sleppa honum og hörfa undan árásum mannanna.

Algjör óreiða ríkti á götum borgarinnar í gær þar sem glæpamenn réðust á öryggissveitir og brenndu bíla, svo eitthvað sé nefnt. Minnst átta létu lífið og 21 særðist.

Sjá einnig: Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El Chapo



BBC hefur eftir Luis Cresencio, varnarmálaráðherra, að aðgerð lögreglunnar þar sem Guzman var handtekinn, hafi verið illa skipulögð. Minnst einn lögregluþjónn er meðal hinna látnu.



Ákvörðunin að sleppa Guzman er sögð hafa verið tekin til að þyrma lífi lögregluþjóna og tryggja öryggi í Culiacan. Helsta kosningamál Obrador var að herja á glæpagengi Mexíkó. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur vegna atviksins, þó atburðarásin sé á köflum óljós enn.

Þá hefur mynd sem á að hafa verið tekin af Guzman á meðan hann var í haldi verið í dreifingu á samfélagsmiðlum ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×