Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á sátt í samfélaginu á afmælisári Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 19:30 Formaður Samtaka atvinnulífsins segir svigrúm til óábyrgra kjarasamninga minna nú en áður og launin dugi betur en nokkru sinni fyrr enda hafi verið lögð áhersla á að hækka lægstu laun á undanförnum árum. Forsætisráðherra lýsti eftir konum í forystu samtaka, fyrirtækja og stofnana á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Samtök atvinnulífsins sem stofnuð voru upp úr ýmsum samtökum þeirra fagna tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir. Á aðalfundi samtakanna í dag voru þjóðarsáttarsamningarnir árið 1990 rifjaðir upp og hvernig þeir hefðu lagt grunninn að nýrri nálgun við samningaborð atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og stjórnvalda allt síðan þá. „Svigrúm til óábyrgra kjarasamninga er minna en áður. Launin duga betur en nokkru sinni fyrr og almenn velmegun og jöfnuður hefur aldrei verið meiri,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA meðal annars í ávarpi sínu. Áberandi var í ræðu formannsins að samtökin leggja nú áherslu á félagslegan jöfnuð samfara launahækkunum sem tryggi hækkun lægstu launa sem fyrirtækin treysti sér til að standa undir. Þá sé mikilvægt að stöðugleiki ríki í stjórnmálum eftir þrennar kosningar á árunum 2013 til 2017. Myndun núverandi ríkisstjórnar hafi verið góð niðurstaða eftir þá orrahríð sem á undan fór. „Lærdómurinn er að hægt er að hægt er að brúa bil milli skoðana þótt langt virðist á milli. Ekki er hefð fyrir því að hægri og vinstri flokkar vinni saman hér á landi. Enginn vafi er á því í mínum huga að vel hefur tekist til um þetta samstarf og víst er að stuðningur ríkisstjórnarinnar við lífskjarasamninginn skipti miklu máli á liðnu vori,“ sagði Eyjólfur Árni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir með formanni SA að sátt og traust milli aðila væri grundvöllurinn að því að ná árangri í að auka jöfnuð í samfélaginu sem kæmi öllum til góða. Það gengi hins vegar hægt að sátt og jöfnuður skiluðu sér til innflytjenda sem gætu skilað mun meiru til samfélagsins fengju þeir að njóta sín. Svo vísaði Katrín til afmælisbókar Samtaka atinnulífsins þar sem væri listi yfir alla forystukarla samtakanna og fáar myndir af konum. „Og ég ætla að segja ykkur það sem móðir þriggja drengja og umkringd körlum alla daga; mér finnst karlmenn algerlega frábærir, ekki halda neitt annað, en þeir eru ekki svona miklu frábærari en konur,“ sagði Katrín og uppskar dúndrandi lófaklapp viðstaddra í Eldingarsal Hörpu. Undir þessi sjónarmið tók síðan Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA síðar á fundinum. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Kjarasamningar leitt til fleiri uppsagna en fall WOW air Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. 26. september 2019 08:45 Kjaradeilu BSRB við sveitarfélögin einnig vísað til ríkissáttasemjara Aðildarfélög BSRB sem eiga í kjarasamningsviðræðum við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað viðræðunum til ríkissáttasemjara. 30. september 2019 14:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir svigrúm til óábyrgra kjarasamninga minna nú en áður og launin dugi betur en nokkru sinni fyrr enda hafi verið lögð áhersla á að hækka lægstu laun á undanförnum árum. Forsætisráðherra lýsti eftir konum í forystu samtaka, fyrirtækja og stofnana á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Samtök atvinnulífsins sem stofnuð voru upp úr ýmsum samtökum þeirra fagna tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir. Á aðalfundi samtakanna í dag voru þjóðarsáttarsamningarnir árið 1990 rifjaðir upp og hvernig þeir hefðu lagt grunninn að nýrri nálgun við samningaborð atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og stjórnvalda allt síðan þá. „Svigrúm til óábyrgra kjarasamninga er minna en áður. Launin duga betur en nokkru sinni fyrr og almenn velmegun og jöfnuður hefur aldrei verið meiri,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA meðal annars í ávarpi sínu. Áberandi var í ræðu formannsins að samtökin leggja nú áherslu á félagslegan jöfnuð samfara launahækkunum sem tryggi hækkun lægstu launa sem fyrirtækin treysti sér til að standa undir. Þá sé mikilvægt að stöðugleiki ríki í stjórnmálum eftir þrennar kosningar á árunum 2013 til 2017. Myndun núverandi ríkisstjórnar hafi verið góð niðurstaða eftir þá orrahríð sem á undan fór. „Lærdómurinn er að hægt er að hægt er að brúa bil milli skoðana þótt langt virðist á milli. Ekki er hefð fyrir því að hægri og vinstri flokkar vinni saman hér á landi. Enginn vafi er á því í mínum huga að vel hefur tekist til um þetta samstarf og víst er að stuðningur ríkisstjórnarinnar við lífskjarasamninginn skipti miklu máli á liðnu vori,“ sagði Eyjólfur Árni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir með formanni SA að sátt og traust milli aðila væri grundvöllurinn að því að ná árangri í að auka jöfnuð í samfélaginu sem kæmi öllum til góða. Það gengi hins vegar hægt að sátt og jöfnuður skiluðu sér til innflytjenda sem gætu skilað mun meiru til samfélagsins fengju þeir að njóta sín. Svo vísaði Katrín til afmælisbókar Samtaka atinnulífsins þar sem væri listi yfir alla forystukarla samtakanna og fáar myndir af konum. „Og ég ætla að segja ykkur það sem móðir þriggja drengja og umkringd körlum alla daga; mér finnst karlmenn algerlega frábærir, ekki halda neitt annað, en þeir eru ekki svona miklu frábærari en konur,“ sagði Katrín og uppskar dúndrandi lófaklapp viðstaddra í Eldingarsal Hörpu. Undir þessi sjónarmið tók síðan Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA síðar á fundinum.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Kjarasamningar leitt til fleiri uppsagna en fall WOW air Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. 26. september 2019 08:45 Kjaradeilu BSRB við sveitarfélögin einnig vísað til ríkissáttasemjara Aðildarfélög BSRB sem eiga í kjarasamningsviðræðum við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað viðræðunum til ríkissáttasemjara. 30. september 2019 14:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15
Kjarasamningar leitt til fleiri uppsagna en fall WOW air Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. 26. september 2019 08:45
Kjaradeilu BSRB við sveitarfélögin einnig vísað til ríkissáttasemjara Aðildarfélög BSRB sem eiga í kjarasamningsviðræðum við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað viðræðunum til ríkissáttasemjara. 30. september 2019 14:17