Stjórnendahópur EY breytist frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2019 14:52 Frá vinstri: Ragnar Oddur Rafnsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Guðjón Norðfjörð og Geir Steindórsson. EY Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn. Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn.
Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58