Enski boltinn

„Liverpool verður meistari og þið getið afhent þeim bikarinn núna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. vísir/getty
Harry Redknapp, fyrrum knattspyrnustjóri, segir að Liverpool verður meistari í ár. Það sé alveg klárt og að deildinni sé nánast lokið.

Þetta segir Redknapp í viðtali við götublaðið Mirror en Liverpool er átta stigum á undan Englandsmeisturum Manchester City er átta umferðir eru búnar.

Redknapp segir að nú sé kominn tími á Liverpool að vinna deildina.

„Liverpool verður meistari. Þið getið afhent þeim bikarinn núna. Ég er svo viss um að þeir verði meistarar núna. Þeir eru með átta stiga forystu og eru að spila vel,“ sagði Redknapp.

„Manchester City er búið að tapa gegn Wolves á heimavelli sem allir héldu að væri öruggt og svo töpuðu þeir gegn Norwich. Norwich tapaði nýlega fyrir Aston Villa 5-1 á heimavelli.“







„Svo nú hafa þeir tapað tveimur leikjum sem þeir gera vanalega ekki. Þeir hafa ekki spilað erfiða leiki hingað til og þeir bíða þeirra. Ég get ekki séð Man. City fara alla leið í ár.“

„Ég held að ef þeir vinna eitthvað þá verður það Meistaradeildin. Þetta er þeirra ár þar. Liverpool vill vinna Meistaradeildina því þeir unnu Meistaradeildina í vor. Núna vilja þeir vinna deildina og ég held að það gerist í ár,“ sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×