Norðurslóðir voru C.S. Lewis afar hjartfólgnar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. október 2019 07:52 Douglas við afhjúpun styttu af ljóninu Aslan í Belfast. Vísir/getty Douglas Gresham er fæddur í Bandaríkjunum, alinn upp í Bretlandi en býr nú á Möltu. Hann varð stjúpsonur rithöfundarins C.S. Lewis átta ára gamall en móðir hans, Joy, lést aðeins fjórum árum síðar. Lewis ól hann upp og hefur Douglas síðan haldið minningu hans og verkum á lofti, meðal annars með framleiðslu Hollywood-mynda um Narníu. Douglas, sem er 73 ára, kemur til Íslands í dag og flytur ávarp á ráðstefnu um Lewis, verk hans og tengsl við Ísland. „Ég mun ræða um stjúpföður minn og tengsl hans við Íslendingasögurnar, kvæðin og norðurslóðir sem hann elskaði af öllu hjarta,“ segir Douglas. „Ef hann hefði verið nógu efnaður og haft nægan tíma hefði hann ferðast meira um þessar slóðir.“ Douglas á góðar minningar um C.S. Lewis, eða Jack eins og hann var kallaður á heimilinu. „Ég þekkti Narníubækurnar áður en ég hitti hann fyrst og bjóst við að sjá brynjuklæddan mann með sverð. En svo reyndist hann vera settlegur háskólakennari sem angaði af tóbaki,“ segir hann og hlær. „Hann var einstaklega ljúfur, með góða kímnigáfu og hafði gaman af lífinu. Hann gekk mér í föðurstað og kenndi mér meira en nokkur annar hefur gert.“ Hjónaband Joy og Jacks var ástríkt þótt það hafi verið stutt og um það var gerð kvikmyndin Shadowlands. Samband Jacks og Douglas breyttist ekki þegar Joy lést úr krabbameini árið 1960. Jack skrifaði bókina A Grief Observed um þá reynslu, sem Douglas segir bestu bók um sorgarferli sem til sé. „Allt minnti okkur á mömmu og hann grét reglulega, mun meira en ég gerði,“ segir Douglas. Að sögn Douglas hafa verkin aldrei verið vinsælli en einmitt nú og Narníubækurnar hafa verið þýddar á um 50 tungumál en Douglas sér um bú fjölskyldunnar og samskipti við útgefendur. C.S. Lewis er þekktastur fyrir ævintýrabækur en hann skrifaði einnig vísindaskáldskap, fræðirit, trúarleg rit og margt fleira. „Verk Jacks munu aldrei deyja, þau berast frá einni kynslóð til annarrar,“ segir Douglas. C.S. Lewis var mjög trúaður og skín það í gegnum öll hans verk, þar á meðal Narníubækurnar. „Í Narníu er ljónið Aslan, sem er táknmynd Jesú Krists. Ungt fólk skilur þetta mun betur en fullorðnir. Aslan býður sig fram til að deyja fyrir svikarann Edmund, eða Júdas, og rís svo upp frá dauðum.“ Douglas Gresham mun halda fyrirlestra og svara spurningum í dag og á morgun á Háskólatorgi, í Neskirkju, í Landsbókasafni og í Háskólabíói á ráðstefnu um C.S. Lewis í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Norðurslóðir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Douglas Gresham er fæddur í Bandaríkjunum, alinn upp í Bretlandi en býr nú á Möltu. Hann varð stjúpsonur rithöfundarins C.S. Lewis átta ára gamall en móðir hans, Joy, lést aðeins fjórum árum síðar. Lewis ól hann upp og hefur Douglas síðan haldið minningu hans og verkum á lofti, meðal annars með framleiðslu Hollywood-mynda um Narníu. Douglas, sem er 73 ára, kemur til Íslands í dag og flytur ávarp á ráðstefnu um Lewis, verk hans og tengsl við Ísland. „Ég mun ræða um stjúpföður minn og tengsl hans við Íslendingasögurnar, kvæðin og norðurslóðir sem hann elskaði af öllu hjarta,“ segir Douglas. „Ef hann hefði verið nógu efnaður og haft nægan tíma hefði hann ferðast meira um þessar slóðir.“ Douglas á góðar minningar um C.S. Lewis, eða Jack eins og hann var kallaður á heimilinu. „Ég þekkti Narníubækurnar áður en ég hitti hann fyrst og bjóst við að sjá brynjuklæddan mann með sverð. En svo reyndist hann vera settlegur háskólakennari sem angaði af tóbaki,“ segir hann og hlær. „Hann var einstaklega ljúfur, með góða kímnigáfu og hafði gaman af lífinu. Hann gekk mér í föðurstað og kenndi mér meira en nokkur annar hefur gert.“ Hjónaband Joy og Jacks var ástríkt þótt það hafi verið stutt og um það var gerð kvikmyndin Shadowlands. Samband Jacks og Douglas breyttist ekki þegar Joy lést úr krabbameini árið 1960. Jack skrifaði bókina A Grief Observed um þá reynslu, sem Douglas segir bestu bók um sorgarferli sem til sé. „Allt minnti okkur á mömmu og hann grét reglulega, mun meira en ég gerði,“ segir Douglas. Að sögn Douglas hafa verkin aldrei verið vinsælli en einmitt nú og Narníubækurnar hafa verið þýddar á um 50 tungumál en Douglas sér um bú fjölskyldunnar og samskipti við útgefendur. C.S. Lewis er þekktastur fyrir ævintýrabækur en hann skrifaði einnig vísindaskáldskap, fræðirit, trúarleg rit og margt fleira. „Verk Jacks munu aldrei deyja, þau berast frá einni kynslóð til annarrar,“ segir Douglas. C.S. Lewis var mjög trúaður og skín það í gegnum öll hans verk, þar á meðal Narníubækurnar. „Í Narníu er ljónið Aslan, sem er táknmynd Jesú Krists. Ungt fólk skilur þetta mun betur en fullorðnir. Aslan býður sig fram til að deyja fyrir svikarann Edmund, eða Júdas, og rís svo upp frá dauðum.“ Douglas Gresham mun halda fyrirlestra og svara spurningum í dag og á morgun á Háskólatorgi, í Neskirkju, í Landsbókasafni og í Háskólabíói á ráðstefnu um C.S. Lewis í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Norðurslóðir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira