Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 20:00 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Tólf yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra bjóðast nú betri launakjör en áður eftir að samkomulag þess efnis var gert á milli þeirra og embættisins í ágústmánuði. Samkomulagið felur í sér að fimmtíu yfirvinnustundir færast inn í föst mánaðarlaun starfsmannanna en með því aukast lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld þar sem fjallað var ítarlega um málið með vísan til bréfs sem Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, sendi til dómsmálaráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. Í bréfinu eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hið nýja launafyrirkomulag. Segir Úlfar að með fyrirkomulaginu verði yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónarnir með hærri laun en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Fyrirspurn RÚV til ríkislögreglustjóra um hversu margir af æðstu stjórnendum embættisins hafi tekið boðinu var ekki svarað. Úlfar segir í bréfi sínu að með nýju launafyrirkomulagi sé öllu snúið á hvolf við launasetningu lögreglumanna. Þá telur hann tímasetningu breytinganna einni skrýtna þar sem kjarasamningar séu lausir en einnig er ráðist í breytingarnar á óvissutímum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísar Úlfar þar í að mikill styr hefur staðið um embættið undanfarna mánuði og lýstu til að mynda átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn RÚV um málið segir að frumkvæðið að breytingunum hafi komið formanni Félags yfirlögregluþjóna í apríl á grundvelli stofnanasamnings embættisins við Landssamband lögreglumanna því í janúar í fyrra. Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tólf yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra bjóðast nú betri launakjör en áður eftir að samkomulag þess efnis var gert á milli þeirra og embættisins í ágústmánuði. Samkomulagið felur í sér að fimmtíu yfirvinnustundir færast inn í föst mánaðarlaun starfsmannanna en með því aukast lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld þar sem fjallað var ítarlega um málið með vísan til bréfs sem Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, sendi til dómsmálaráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. Í bréfinu eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hið nýja launafyrirkomulag. Segir Úlfar að með fyrirkomulaginu verði yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónarnir með hærri laun en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Fyrirspurn RÚV til ríkislögreglustjóra um hversu margir af æðstu stjórnendum embættisins hafi tekið boðinu var ekki svarað. Úlfar segir í bréfi sínu að með nýju launafyrirkomulagi sé öllu snúið á hvolf við launasetningu lögreglumanna. Þá telur hann tímasetningu breytinganna einni skrýtna þar sem kjarasamningar séu lausir en einnig er ráðist í breytingarnar á óvissutímum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísar Úlfar þar í að mikill styr hefur staðið um embættið undanfarna mánuði og lýstu til að mynda átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn RÚV um málið segir að frumkvæðið að breytingunum hafi komið formanni Félags yfirlögregluþjóna í apríl á grundvelli stofnanasamnings embættisins við Landssamband lögreglumanna því í janúar í fyrra.
Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00