Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 18:30 Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS. Vísir Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. Birgir var forstjóri og Magnús framkvæmdastjóri lækninga. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem það sendi frá sér eftir félagsfund í dag. Þar segir jafnframt að háttsemin hafi markast af hroka og virðingarleysi gagnvart einstaklingum og skilningsleysi á mikilvægi þeirrar starfsemi sem fram fer á Reykjalundi. „Fjarlægð og áhugaleysi forsvarsmanna SÍBS gagnvart starfseminni hefur verið viðvarandi um langt skeið, m.a. vegna viðhorfa sem snúast meira um fjármuni en gæði og mikilvægi þjónustunnar. Það litla traust sem fyrir var á stjórn SÍBS er að engu orðið í kjölfar þessara atburða,“ segir í ályktuninni.Fjórir læknar sagt upp Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar eftir að þeim Birgi og Magnúsi var sagt upp. Þannig hafa alls fjórir læknar í fullu starfi sagt upp að því er fram kemur á vef RÚV og taka allar uppsagnirnar, nema ein, gildi um næstu mánaðamót. Þegar fullmannað er á Reykjalundi starfa þar um tólf fastráðnir læknar og því ljóst að uppsagnirnar koma illa við starfsemina. Í gær var tilkynnt um að Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar, tæki tímabundið við starfi forstjóra. Þá hefur Ólafur Þór Ævarsson verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra lækninga. Í ályktun Félags íslenskra endurhæfingarlækna segir að það veki furðu „að í auglýsingu um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi var ekki gerð krafa um að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum. Framkvæmdastjóri lækninga ber faglega ábyrgð á læknisfræðilegri endurhæfingu og er því með miklum ólíkindum að á stofnun sem er stærsta endurhæfingarstofnun landsins sé ekki gerð krafa um sérfræðimenntun í endurhæfingarlækningum.“ Þá kemur fram að félagið telji áhugamannafélög og sjúklingasamtök ekki til þess fallin að stýra heilbrigðisstofnun sem veiti þjónustu sem greidd sé af almannafé. „Háttalag stjórnar SÍBS styður þá skoðun og setur í uppnám áratuga faglegt uppbyggingarstarf á Reykjalundi. Jafnframt vill félagið benda á nýlegt dæmi frá Heilsustofnun NLFÍ þar sem lækni, sem gegndi starfi yfirlæknis og framkvæmdastjóra, var sagt upp fyrirvaralaust vegna ábendinga hans um óeðlilega ráðstöfun fjármuna stofnunar sem nýtur framlags úr ríkissjóði. Hér er um að ræða mikilvæg hagsmunamál almennings sem koma verður í betri farveg. Félagið hefur verulegar áhyggjur af framtíð endurhæfingarlækninga á Íslandi. Mikill skortur er á endurhæfingarlæknum og ef flótti verður frá stærstu endurhæfingarstofnun landsins mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þróun endurhæfingarþjónustu á Íslandi.“ Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur 15. október 2019 19:45 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. 15. október 2019 13:59 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. Birgir var forstjóri og Magnús framkvæmdastjóri lækninga. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem það sendi frá sér eftir félagsfund í dag. Þar segir jafnframt að háttsemin hafi markast af hroka og virðingarleysi gagnvart einstaklingum og skilningsleysi á mikilvægi þeirrar starfsemi sem fram fer á Reykjalundi. „Fjarlægð og áhugaleysi forsvarsmanna SÍBS gagnvart starfseminni hefur verið viðvarandi um langt skeið, m.a. vegna viðhorfa sem snúast meira um fjármuni en gæði og mikilvægi þjónustunnar. Það litla traust sem fyrir var á stjórn SÍBS er að engu orðið í kjölfar þessara atburða,“ segir í ályktuninni.Fjórir læknar sagt upp Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar eftir að þeim Birgi og Magnúsi var sagt upp. Þannig hafa alls fjórir læknar í fullu starfi sagt upp að því er fram kemur á vef RÚV og taka allar uppsagnirnar, nema ein, gildi um næstu mánaðamót. Þegar fullmannað er á Reykjalundi starfa þar um tólf fastráðnir læknar og því ljóst að uppsagnirnar koma illa við starfsemina. Í gær var tilkynnt um að Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar, tæki tímabundið við starfi forstjóra. Þá hefur Ólafur Þór Ævarsson verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra lækninga. Í ályktun Félags íslenskra endurhæfingarlækna segir að það veki furðu „að í auglýsingu um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi var ekki gerð krafa um að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum. Framkvæmdastjóri lækninga ber faglega ábyrgð á læknisfræðilegri endurhæfingu og er því með miklum ólíkindum að á stofnun sem er stærsta endurhæfingarstofnun landsins sé ekki gerð krafa um sérfræðimenntun í endurhæfingarlækningum.“ Þá kemur fram að félagið telji áhugamannafélög og sjúklingasamtök ekki til þess fallin að stýra heilbrigðisstofnun sem veiti þjónustu sem greidd sé af almannafé. „Háttalag stjórnar SÍBS styður þá skoðun og setur í uppnám áratuga faglegt uppbyggingarstarf á Reykjalundi. Jafnframt vill félagið benda á nýlegt dæmi frá Heilsustofnun NLFÍ þar sem lækni, sem gegndi starfi yfirlæknis og framkvæmdastjóra, var sagt upp fyrirvaralaust vegna ábendinga hans um óeðlilega ráðstöfun fjármuna stofnunar sem nýtur framlags úr ríkissjóði. Hér er um að ræða mikilvæg hagsmunamál almennings sem koma verður í betri farveg. Félagið hefur verulegar áhyggjur af framtíð endurhæfingarlækninga á Íslandi. Mikill skortur er á endurhæfingarlæknum og ef flótti verður frá stærstu endurhæfingarstofnun landsins mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þróun endurhæfingarþjónustu á Íslandi.“
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur 15. október 2019 19:45 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. 15. október 2019 13:59 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur 15. október 2019 19:45
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. 15. október 2019 13:59