337 handteknir í 38 ríkjum vegna barnaníðs á huldunetinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 16:46 Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Vísir/getty 337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019 Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019
Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira