Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 19:45 Magdalena Ásgeirsdóttir formaður læknaráðs Reykjalundar íhugar stöðu sína eftir vendingar á stofnuninni, Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur. Magdalena Ásgeirsdóttir formaður læknaráðs Reykjalundar segir mikla ólgu meðal starfsfólks stofnunarinnar vegna atburða síðustu vikna. Hún ber ekki traust til nýrra stjórnenda. „Við erum búin að lýsa vantrausti á stjórnina og þeir sem setjast í stöður í þeirra skjóli eru þar að leiðandi handbendi þeirra og njóta ekki trausts.“ segir Magdalena. Þá segir hún að það skorti menntun og reynslu í endurhæfingu sjúklinga hjá framkvæmdastjórn og nýjum stjórnendum. „Þeir sem sitja núna í framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa ekki endurhæfingarmenntun og litla sem enga reynslu af þeim málum. Nýsettur framkvæmdastjóri lækninga hefur ekki að því ég best veit unnið að þverfaglegri endurhæfingu nokkrun tíma á sínum starfsferli þó að hann hafi sinnt sérhæfðri geðendurhæfingu,“ segir hún. Tveir læknar hafa nýlega sagt upp störfum á Reykjalundi, einn í síðustu viku og annar fyrir nokkrum vikum. Magdalena er að íhuga sína stöðu. „Ég náttúrulega treysti mér ekki að vinna undir stjórn þeirra sem ég hef lýst vantrausti á og það er alveg klárt. En ef núverandi stjórn SÍBS verður sett af verð ég mögulega tilbúin til að starfa áfram,“ segir Magdalena. Uppsagnir stjórnenda hafi borið að með afar óeðlilegum hætti. Forstjórinn og framkvæmdastjóri lækninga voruhreinlega bornir út úr húsi og það er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga sem sinnti líka klínískri vinnu en það var lokað fyrir sjúkraskrá og meðferð þannig stefnt í hættu og jafnvel sjúklingum. Málið hefur nú verið tilkynnt til Landlæknis,“ segir hún. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga segir stjórnarformanninn fara með rangt mál . Magnús Ólafsson fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjarlundi sagði í samtali við fréttastofu að Sveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS hafi farið með rangt mál í fjölmiðlum þegar fram hafi komið að Magnús hafi ekki viljað hætta . Magnús segist aldrei hafa sagt að hann vildi ekki láta af störfum hann hafi hins vegar verið beðinn af forstjóra Reykjalundar í sumar að starfa áfram sem læknir við stofnunina eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri. Mál sitt sé nú í farvegi hjá lögmanni Læknafélagsins. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur. Magdalena Ásgeirsdóttir formaður læknaráðs Reykjalundar segir mikla ólgu meðal starfsfólks stofnunarinnar vegna atburða síðustu vikna. Hún ber ekki traust til nýrra stjórnenda. „Við erum búin að lýsa vantrausti á stjórnina og þeir sem setjast í stöður í þeirra skjóli eru þar að leiðandi handbendi þeirra og njóta ekki trausts.“ segir Magdalena. Þá segir hún að það skorti menntun og reynslu í endurhæfingu sjúklinga hjá framkvæmdastjórn og nýjum stjórnendum. „Þeir sem sitja núna í framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa ekki endurhæfingarmenntun og litla sem enga reynslu af þeim málum. Nýsettur framkvæmdastjóri lækninga hefur ekki að því ég best veit unnið að þverfaglegri endurhæfingu nokkrun tíma á sínum starfsferli þó að hann hafi sinnt sérhæfðri geðendurhæfingu,“ segir hún. Tveir læknar hafa nýlega sagt upp störfum á Reykjalundi, einn í síðustu viku og annar fyrir nokkrum vikum. Magdalena er að íhuga sína stöðu. „Ég náttúrulega treysti mér ekki að vinna undir stjórn þeirra sem ég hef lýst vantrausti á og það er alveg klárt. En ef núverandi stjórn SÍBS verður sett af verð ég mögulega tilbúin til að starfa áfram,“ segir Magdalena. Uppsagnir stjórnenda hafi borið að með afar óeðlilegum hætti. Forstjórinn og framkvæmdastjóri lækninga voruhreinlega bornir út úr húsi og það er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga sem sinnti líka klínískri vinnu en það var lokað fyrir sjúkraskrá og meðferð þannig stefnt í hættu og jafnvel sjúklingum. Málið hefur nú verið tilkynnt til Landlæknis,“ segir hún. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga segir stjórnarformanninn fara með rangt mál . Magnús Ólafsson fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjarlundi sagði í samtali við fréttastofu að Sveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS hafi farið með rangt mál í fjölmiðlum þegar fram hafi komið að Magnús hafi ekki viljað hætta . Magnús segist aldrei hafa sagt að hann vildi ekki láta af störfum hann hafi hins vegar verið beðinn af forstjóra Reykjalundar í sumar að starfa áfram sem læknir við stofnunina eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri. Mál sitt sé nú í farvegi hjá lögmanni Læknafélagsins.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira