Sérþjálfaður til þess að finna peninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2019 21:45 Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti. Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, Financial Action Task Force (FATF) hefur beint 40 tilmælum til íslenskra stjórnvalda um þætti sem þarf að bregðast við. Í byrjun september höfðu íslensk stjórnvöld uppfyllt tuttugu og átta af fjörutíu tilmælum vinnuhópsins og ellefu tilmæli voru uppfyllt að hluta. Síðan þá Alþingi afgreitt tvö lagafrumvörp annars vegar sem snýr að skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri og hins vegar lagafrumvarp sem snýr að hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá TollgæslunniVísir/BaldurTollgæslan bregst við og eflir varnir við landamæri Tollgæslan hefur eflt varnir sínar af þessum sökum við landamæri Íslands og hefur leitarhundur verið sérstaklega þjálfaður til þess að finna peninga. „Okkar viðbrögð eru þau að við er að bæta þessu í lyktarflóru hundanna, peningalykt sem sagt. Við fáum svokallað "peningaskrats" frá Seðlabankanum sem við æfum hundanna á. Byrjunin lofar góðu. Hundurinn er mjög fljótur að merkja þetta og þetta er greinilega eitthvað sem á eftir að virka,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Hundurinn er þjálfaður með lykt peningakurli.Vísir/Jóhann K.Talið að meira sé sé farið út með reiðufé en upplýsingar eru um Tollgæslan hefur upplýsingar um að hér á landi sem og hjá nágrannaþjóðum sé mikið um það að fólk ferðist með peningaseðla í ferðatöskum eða bakpokum á milli landa. „Stundum er þetta löglegt fé og ekkert við því að segja en stundum er þetta illa fengið fé, peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka og þá er þetta eitthvað sem gert er upptækt af yfirvöldum,“ segir Ársæll. Ársæll segir fólk ekki almennt ekki með það á hreinu hversu mikið fé sé heimilt að koma með, eða fara með úr landi. Sú upphæð er 10.000 evrur eða tæplega fjórtán hundruð þúsund krónum. Sé upphæðin hærri þarf að upplýsa tollgæsluna um það með sérstakri umsókn. Það sem af er þessu ári hafa aðeins sex aðilar tilkynnt um flutning fjármagns yfir þessari upphæð. Allt árið í fyrra voru þeir átta og árið 2017 sextán. Ársæll segir þetta lágt hlutfall. „Ef við skoðum tölur frá nágrannalöndunum ætti að vera meira á ferðinni á milli landa þannig að það verður fróðlegt að vita hvernig árangur okkar verður,“ segir Ársæll. Dýr Ísland á gráum lista FATF Tollgæslan Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 10. október 2019 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti. Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, Financial Action Task Force (FATF) hefur beint 40 tilmælum til íslenskra stjórnvalda um þætti sem þarf að bregðast við. Í byrjun september höfðu íslensk stjórnvöld uppfyllt tuttugu og átta af fjörutíu tilmælum vinnuhópsins og ellefu tilmæli voru uppfyllt að hluta. Síðan þá Alþingi afgreitt tvö lagafrumvörp annars vegar sem snýr að skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri og hins vegar lagafrumvarp sem snýr að hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá TollgæslunniVísir/BaldurTollgæslan bregst við og eflir varnir við landamæri Tollgæslan hefur eflt varnir sínar af þessum sökum við landamæri Íslands og hefur leitarhundur verið sérstaklega þjálfaður til þess að finna peninga. „Okkar viðbrögð eru þau að við er að bæta þessu í lyktarflóru hundanna, peningalykt sem sagt. Við fáum svokallað "peningaskrats" frá Seðlabankanum sem við æfum hundanna á. Byrjunin lofar góðu. Hundurinn er mjög fljótur að merkja þetta og þetta er greinilega eitthvað sem á eftir að virka,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Hundurinn er þjálfaður með lykt peningakurli.Vísir/Jóhann K.Talið að meira sé sé farið út með reiðufé en upplýsingar eru um Tollgæslan hefur upplýsingar um að hér á landi sem og hjá nágrannaþjóðum sé mikið um það að fólk ferðist með peningaseðla í ferðatöskum eða bakpokum á milli landa. „Stundum er þetta löglegt fé og ekkert við því að segja en stundum er þetta illa fengið fé, peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka og þá er þetta eitthvað sem gert er upptækt af yfirvöldum,“ segir Ársæll. Ársæll segir fólk ekki almennt ekki með það á hreinu hversu mikið fé sé heimilt að koma með, eða fara með úr landi. Sú upphæð er 10.000 evrur eða tæplega fjórtán hundruð þúsund krónum. Sé upphæðin hærri þarf að upplýsa tollgæsluna um það með sérstakri umsókn. Það sem af er þessu ári hafa aðeins sex aðilar tilkynnt um flutning fjármagns yfir þessari upphæð. Allt árið í fyrra voru þeir átta og árið 2017 sextán. Ársæll segir þetta lágt hlutfall. „Ef við skoðum tölur frá nágrannalöndunum ætti að vera meira á ferðinni á milli landa þannig að það verður fróðlegt að vita hvernig árangur okkar verður,“ segir Ársæll.
Dýr Ísland á gráum lista FATF Tollgæslan Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 10. október 2019 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15
Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 10. október 2019 13:51