Enski boltinn

McTominay: Mourinho mun alltaf eiga stað í hjarta mínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Mourinho og Scott McTominay.
Jose Mourinho og Scott McTominay. vísir/getty
Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, segir að hann eigi portúgalska stjóranum Jose Mourinho mikið að þakka fyrir að gefa honum tækifæri hjá Man. United.

Hinn 22 ára gamli McTominay fékk eldskírn sína hjá United er Mourinho var við stjórnvölinn árið 2017 og er nú fastamaður í liði Ole Gunnar Solskjær.

McTominay er hreinskilinn er hann ræðir um Portúgalann og segir að þeir ræði enn saman.

„Ég vil eðlilega ekki vera tala of mikið um fyrrum þjálfara en Jose er sérstakur fyrir mér,“ sagði Tominay er hann ræddi um Portúgalann við Sky Sports.







„Hann er enn í sambandi við mig og sendir stundum á mig eftir leiki. Hann mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og fjölskyldu minnar.“

„Hann var sá sem gaf mér tækifærið og treysti mér. Hann hafði trú á mér og ég á honum svo margt að þakka því ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég kannski ekki verið hér,“ sagði sá skoski.

McTominay verður í eldlínunni um helgina er Manchester United mætir Liverpool í stórleik helgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×