Enski boltinn

Gerrard hefði elskað að spila fyrir Klopp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard og Klopp á góðri stundu.
Gerrard og Klopp á góðri stundu. vísir/getty
Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool og núverandi stjóri Rangers, hugsar enn um það hvort að hann hafi gert mistök að yfirgefa Liverpool árið 2015.

Gerrard fór frá Liverpol árið 2015 eftir að hafa spilað 710 leiki fyrir félagið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina, enska bikarinn og deildarbikarinn á tíma sínum hjá félaginu.

Árið 2015 vildi Gerrard hins vegar leita á ný ævintýri og gekk í raðir LA Galaxy í MLS-deildinni.

„Ég hef alltaf hugsað smá um þetta þegar tímanum líður. Hefði ég átt að vera lengur hjá Liverpool? Hefði ég átt að skrifa undir nýjan samning? Kannski hefði ég getað spilað lítið hlutverk undir Klopp,“ sagði Gerrard en Klopp tók við liðinu árið 2015.

„Þessir hlutir koma í gegnum huga minn en ég tók þessa ákvörðun. Ég er mjög stoltur af ferli mínum hjá Liverpool og ég er mjög stoltur af því hvar ég er núna á mínum þjálfaraferli.“







„Ég er 100% einbeittur þar og vill halda áfram að vaxa og dafna og sja hvert þetta ferðalag tekur mig en auðvitað hugsarðu af og til um ef ég hefði verið áfram hjá Liverpool.“

„Ef ég hefði verið þar aðeins lengur og hefði verið í liðinu hans Jurgen Klopp og verið leikmaðurinn sem kæmi inn síðustu tíu eða fimmtán mínúturnar. Auðvitað kemur það upp í huga minn og ég hefði elskað það,“ sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×