„Mér þykir endalaust vænt um hana“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2019 19:30 Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar. Börn og uppeldi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar.
Börn og uppeldi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira