Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 20:45 Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“ Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“
Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira