Segja starfsmanni Reykjalundar hafa verið hótað vegna fréttaumfjöllunar Sylvía Hall skrifar 11. október 2019 18:29 Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi. Vísir/Arnar Starfsfólk Reykjalundar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þau harmi það „fordæmalausa ástand“ sem skapaðist þegar framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp. Magnúsi Ólasyni var fyrirvaralaust sagt upp stöfum eftir 35 ára vinnu við endurhæfingarstöðina þann 9. október síðastliðinn. „Við brottvikningu framkvæmdastjóra lækninga þá skapaðist óvissuástand þar sem það embætti ber ábyrgð á faglegri þjónustu gagnvart forstjóra. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt og er það ávallt forstjóri sem ber hina endanlegu ábyrgð á veitingu heilbrigðisþjónustu stofnunnar,“ segir í yfirlýsingunni sem Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sendi fyrir hönd starfsmanna. Sjá einnig: Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar Í yfirlýsingunni kemur fram að starfsmanni Reykjalundar hafi verið hótað í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. Umræddur starfsmaður hafi tjáð sig við fjölmiðla um ástandið og í framhaldinu hafi honum borist tölvupóstur frá aðila tengdum stjórn SÍBS. Tölvupóstinn megi túlka sem hótun. „Við slíkt er ekki unað,“ segir að lokum. Þá kemur fram að starfsfólki þykir miður að ástandið sem skapaðist hafi bitnað á skjólstæðingum sem voru til meðferðar hjá stofnuninni á þessum tíma og valdið þeim vanlíðan. Starfsemin hafi verið með eðlilegum hætti í dag og starfsfólk muni ávallt sinna sínum skjólstæðingum af fagmennsku og alúð. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. 10. október 2019 15:59 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Starfsfólk Reykjalundar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þau harmi það „fordæmalausa ástand“ sem skapaðist þegar framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp. Magnúsi Ólasyni var fyrirvaralaust sagt upp stöfum eftir 35 ára vinnu við endurhæfingarstöðina þann 9. október síðastliðinn. „Við brottvikningu framkvæmdastjóra lækninga þá skapaðist óvissuástand þar sem það embætti ber ábyrgð á faglegri þjónustu gagnvart forstjóra. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt og er það ávallt forstjóri sem ber hina endanlegu ábyrgð á veitingu heilbrigðisþjónustu stofnunnar,“ segir í yfirlýsingunni sem Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sendi fyrir hönd starfsmanna. Sjá einnig: Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar Í yfirlýsingunni kemur fram að starfsmanni Reykjalundar hafi verið hótað í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. Umræddur starfsmaður hafi tjáð sig við fjölmiðla um ástandið og í framhaldinu hafi honum borist tölvupóstur frá aðila tengdum stjórn SÍBS. Tölvupóstinn megi túlka sem hótun. „Við slíkt er ekki unað,“ segir að lokum. Þá kemur fram að starfsfólki þykir miður að ástandið sem skapaðist hafi bitnað á skjólstæðingum sem voru til meðferðar hjá stofnuninni á þessum tíma og valdið þeim vanlíðan. Starfsemin hafi verið með eðlilegum hætti í dag og starfsfólk muni ávallt sinna sínum skjólstæðingum af fagmennsku og alúð.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. 10. október 2019 15:59 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun. 10. október 2019 15:59
Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30