Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16
Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00
Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31