We Will Rock You úr Háskólabíói í Hörpu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2019 15:30 Með aðalhlutverk í söngleiknum fara Ragga Gísladóttir, Björn Jörundur, Laddi, Króli og Katla Njálsdóttir. Söngleikurinn We Will Rock You eftir Queen og Ben Elton var frumsýndur í Háskólabíói þann 15. ágúst. Upphaflega stóð til að sýningar yrðu aðeins í ágúst en vegna mikillar eftirspurnar voru sýningar út september. Nú stendur hins vegar til að opna dyrnar að nýju í Eldborgarsal Hörpu þann 29. nóvember. Söngleikurinn hefur notið mikillar velgengni erlendis og var til að mynda sýndur í um það bil 12 ár á West End og sló þar með áhorfendamet Dominion Theatre leikhússins. Þá hefur hann einnig verið settur á svið í fjölmörgum löndum eins og Spáni, Ítalíu, Ástralíu, Japan og víðar. Með aðalhlutverk í söngleiknum fara Ragga Gísladóttir, Björn Jörundur, Laddi, Króli, Katla Njálsdóttir, Berglind Halla og Páll Sigurður og einnig tekur 16 manna leikhópur ásamt hljómsveit þátt í uppsetningunni. Mikil tilhlökkun er í hópnum enda er Eldborg talin vera sá allra flottasti tónleikasalur landsins þó víða væri leitað og er þetta í fyrsta skipti sem Króli og fleiri í leikhópnum stíga á svið í Eldborg. „Ferlið er búið að vera alveg magnað, ótrúlega skemmtilegt,“ segir Króli sem hefur ekki komið fram áður í Hörpu. Hann bjóst ekki við svona góðum móttökum.Bjuggust ekki við svona móttökum „Þetta er búið að vera strembið en æðislegt ferli, hef ekki skemmt mér svona rosalega í langan tíma. Að vinna með svona frábæru fólki er ómetanlegt. Það kom mér á óvart hvað við náðum og náum vel saman miðað við þetta stutta æfingaferli. Ég hef lært mjög mikið á þessum tíma og komið sjálfri mér heldur betur á óvart,“ segir Katla Njálsdóttir. „Ég hef einu sinni komið fram í Eldborg. Skrekkshópurinn minn og ég sýndum siguratriðið okkar á Barnamenningarhátíðinni í beinni á RÚV árið 2018. Ég er reyndar líka að fara halda Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands 17. nóvember næstkomandi. Þannig maður fær aðeins að kynnast salnum áður en við sínum.“ Katla bjóst ekki við svona góðum viðtökum. „Ég átti alveg vona á því að fólk myndi hafa gaman af þessu, ég meina, hver elskar ekki Queen og risastór dansatriði? Það kom mér samt á óvart að hvað fólk skyldi söguþráðinn og boðskapinn. Líka að fólk hafi tengt við karakterana. En þessi viðbrögð, vá maður, hefði aldrei getað ímyndað mér það að syngja Bohemian Rhapsody á sviðinu í Háskólabíó með allan salinn standandi að syngja með. Almáttugur minn það er svo ólýsanleg tilfinning.“ Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Söngleikurinn We Will Rock You eftir Queen og Ben Elton var frumsýndur í Háskólabíói þann 15. ágúst. Upphaflega stóð til að sýningar yrðu aðeins í ágúst en vegna mikillar eftirspurnar voru sýningar út september. Nú stendur hins vegar til að opna dyrnar að nýju í Eldborgarsal Hörpu þann 29. nóvember. Söngleikurinn hefur notið mikillar velgengni erlendis og var til að mynda sýndur í um það bil 12 ár á West End og sló þar með áhorfendamet Dominion Theatre leikhússins. Þá hefur hann einnig verið settur á svið í fjölmörgum löndum eins og Spáni, Ítalíu, Ástralíu, Japan og víðar. Með aðalhlutverk í söngleiknum fara Ragga Gísladóttir, Björn Jörundur, Laddi, Króli, Katla Njálsdóttir, Berglind Halla og Páll Sigurður og einnig tekur 16 manna leikhópur ásamt hljómsveit þátt í uppsetningunni. Mikil tilhlökkun er í hópnum enda er Eldborg talin vera sá allra flottasti tónleikasalur landsins þó víða væri leitað og er þetta í fyrsta skipti sem Króli og fleiri í leikhópnum stíga á svið í Eldborg. „Ferlið er búið að vera alveg magnað, ótrúlega skemmtilegt,“ segir Króli sem hefur ekki komið fram áður í Hörpu. Hann bjóst ekki við svona góðum móttökum.Bjuggust ekki við svona móttökum „Þetta er búið að vera strembið en æðislegt ferli, hef ekki skemmt mér svona rosalega í langan tíma. Að vinna með svona frábæru fólki er ómetanlegt. Það kom mér á óvart hvað við náðum og náum vel saman miðað við þetta stutta æfingaferli. Ég hef lært mjög mikið á þessum tíma og komið sjálfri mér heldur betur á óvart,“ segir Katla Njálsdóttir. „Ég hef einu sinni komið fram í Eldborg. Skrekkshópurinn minn og ég sýndum siguratriðið okkar á Barnamenningarhátíðinni í beinni á RÚV árið 2018. Ég er reyndar líka að fara halda Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands 17. nóvember næstkomandi. Þannig maður fær aðeins að kynnast salnum áður en við sínum.“ Katla bjóst ekki við svona góðum viðtökum. „Ég átti alveg vona á því að fólk myndi hafa gaman af þessu, ég meina, hver elskar ekki Queen og risastór dansatriði? Það kom mér samt á óvart að hvað fólk skyldi söguþráðinn og boðskapinn. Líka að fólk hafi tengt við karakterana. En þessi viðbrögð, vá maður, hefði aldrei getað ímyndað mér það að syngja Bohemian Rhapsody á sviðinu í Háskólabíó með allan salinn standandi að syngja með. Almáttugur minn það er svo ólýsanleg tilfinning.“
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira