Enski boltinn

„Man. United eru með efnilega leikmenn en þurfa leikmann eins og Mandzukic“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mario Mandzukic.
Mario Mandzukic. vísir/getty
Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United, segir að Mario Mandzukic sé sá leikmaður sem United þurfi að fá á Old Trafford.

United hefur verið í vandræðum það sem af er leiktíð með að skora mörk og hefur einungis skorað tvö mörk síðan í lok ágúst í ensku úrvalsdeildinni.

Alexis Sanchez og Romelu Lukaku fóru báðir frá félaginu til Inter í sumar og segir Berbatov að United þurfi að þétta raðirnar framarlega á vellinum.

„Þegar þú selur framherjana þína tvo þá þarftu að fá einn inn til öryggis. Allir geta séð það að Man. United þarf varamann, Anthony Martial er meiddur og það er enginn alvöru markaskorari,“ sagði Berbatov við Betfair.

„Þeir eru með efnilega leikmenn en á sama tíma þarftu leikmann eins og Mario Mandzukic. Mér finnst hann mjög góður fótboltamaður og hann hefur ekki spilað á Englandi áður en ef hann kemur verður hann fljótur að koma sér inn í ensku úrvalsdeildina.“







„Zlatan Ibrahimovic var 34 ára þegar hann skrifaði undir hjá Man. Utd og hann lenti ekki í vandræðum. Mandzukic er á svipuðum aldri og vonar að hann gæti haft sömu áhrif.“

„Ég held að aldur hans sé fínn. Martial, Rashford og Greenwood eru ungir leikmenn svo þeir þurfa tíma og þeir gætu lært af reynslu Mandzukic.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×