Erlent

Búa sig undir að stór fellibylur nái landi

Atli Ísleifsson skrifar
Hagibis er nú fimmta stigs fellibylur.
Hagibis er nú fimmta stigs fellibylur. Getty
Japanir búa sig nú undir að afar stór fellibylur gangi á land en búist er við því að óveðrið, sem nefnt er Hagibis, gangi yfir mið- og austurhluta landsins um helgina.

Veðurspáin hefur þegar gert það að verkum að nokkrum leikjum á heimsmeistaramótinu í rugby, sem fram fer í Japan, hefur verið frestað.

Hagibis er nú staddur í grennd við Chichi-eyju á Kyrrahafi og mælist vindhraði um 75 metrar á sekúndu og meira í sterkustu hviðunum.

Hagibis er nú fimmta stigs fellibylur en vonast er til að aðeins dragi úr kraftinum áður en hann skellur á Japan.

Afar sjaldgæft er að svo sterkir fellibyljir komi svo seint á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×