„Siðrof er ekki siðleysi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 22:13 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu, vakti hörð viðbrögð. Biskup var spurð út í þetta orðaval sitt í Kastljósi í kvöld. „Siðrof er ekki siðleysi. Siðrof er rof við siðinn sem við höfum lifað eftir um aldir hér á Íslandi, sem er mótuð af kristnum gildum og kristinni trú. Ef að við fræðum ekki börn framtíðarinnar um það sem við byggjum okkar menningu, hefðir og siði á, þá tel ég það vera siðrof, ekki siðleysi“ útskýrði Agnes í Kastljósi. Eins og fjallað var um hér á Vísi í dag fóru af stað fjörugar umræður á samfélagsmiðlum um ummæli biskups frá því í gær og margir veltu því fyrir sér hvort hún teldi þjóðina siðlausa. „Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til,“ sagði Agnes. Hún segir nú að með þessu hafi hún ekki átt við siðleysi. „Auðvitað er það þannig að börnin eru framtíðin og ég er alls ekki að segja að þau séu siðlaus. Þvert á móti þá ber ég mikla umhyggju fyrir börnum landsins og vil að þau fái að læra um þann grunn sem við stöndum á.“Karl Sigurbjörnsson. Fréttablaðið/StefánFús til að biðjast afsökunar Aðspurð hvort samkynhneigðir ættu rétt á afsökunarbeiðni frá kirkjunni vegna orða Karls Sigurbjörnssonar, þáverandi biskups, frá árinu 2006 um að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki kastað „á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Var þetta í tengslum við frumvarp sem veitti prestum þjóðkirkjunnar heimild til að gefa saman samkynja pör. Ummælin voru sýnd í þættinum Svona Fólk á RÚV. „Sko hérna auðvitað er það þannig að allir menn eru skapaðir af guði og elskaðir af guði og við eigum að líta á alla menn jafnt. Það er náttúrulega þannig. Ég get alveg hérna bara beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið svona fram og sært fólk og valdið þeim bæði sársauka og vandræðum og erfiðleikum. Ég er fús til þess að biðjast afsökunar á því,“ svaraði Agnes. Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu, vakti hörð viðbrögð. Biskup var spurð út í þetta orðaval sitt í Kastljósi í kvöld. „Siðrof er ekki siðleysi. Siðrof er rof við siðinn sem við höfum lifað eftir um aldir hér á Íslandi, sem er mótuð af kristnum gildum og kristinni trú. Ef að við fræðum ekki börn framtíðarinnar um það sem við byggjum okkar menningu, hefðir og siði á, þá tel ég það vera siðrof, ekki siðleysi“ útskýrði Agnes í Kastljósi. Eins og fjallað var um hér á Vísi í dag fóru af stað fjörugar umræður á samfélagsmiðlum um ummæli biskups frá því í gær og margir veltu því fyrir sér hvort hún teldi þjóðina siðlausa. „Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til,“ sagði Agnes. Hún segir nú að með þessu hafi hún ekki átt við siðleysi. „Auðvitað er það þannig að börnin eru framtíðin og ég er alls ekki að segja að þau séu siðlaus. Þvert á móti þá ber ég mikla umhyggju fyrir börnum landsins og vil að þau fái að læra um þann grunn sem við stöndum á.“Karl Sigurbjörnsson. Fréttablaðið/StefánFús til að biðjast afsökunar Aðspurð hvort samkynhneigðir ættu rétt á afsökunarbeiðni frá kirkjunni vegna orða Karls Sigurbjörnssonar, þáverandi biskups, frá árinu 2006 um að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki kastað „á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Var þetta í tengslum við frumvarp sem veitti prestum þjóðkirkjunnar heimild til að gefa saman samkynja pör. Ummælin voru sýnd í þættinum Svona Fólk á RÚV. „Sko hérna auðvitað er það þannig að allir menn eru skapaðir af guði og elskaðir af guði og við eigum að líta á alla menn jafnt. Það er náttúrulega þannig. Ég get alveg hérna bara beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið svona fram og sært fólk og valdið þeim bæði sársauka og vandræðum og erfiðleikum. Ég er fús til þess að biðjast afsökunar á því,“ svaraði Agnes.
Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33
Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30