Samþykktu þingkosningar 12. desember Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 20:40 Tillagan Johnson var samþykkt eftir að Verkamannaflokkurinn lét af andstöðu sinni við að flýta kosningum. Vísir/EPA Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að halda þingkosningar 12. desember. Tillagan var samþykkt með 438 atkvæðum gegn tuttugu. Lávarðadeild þingsins á enn eftir að samþykkja tillöguna en búist er við því að hún gæti verið endanlega samþykkt fyrir lok vikunnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Johnson vonist til þess að leysa úr þrátefli sem hefur ríkt á þingi varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu. Þingið hefur ítrekað fellt útgöngusamninga við Evrópusambandið en einnig samþykkt lög til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin dragi Bretland úr sambandinu án slíks samnings. Eftir að Evrópusambandið féllst á að fresta útgöngunni til loka janúars lét Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn af andstöðu við það að flýta kosningum en fyrri tillögur Johnson þess efnis höfðu verið felldar ítrekað. Samþykki lávarðadeildin tillöguna um kosningar tekur við fimm vikna kosningabarátta þar sem Íhaldsflokkur Johnson virðist standa best að vígi í skoðanakönnunum. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram í kvöld hleypti Johnson 21 þingmanni Íhaldsflokksins sem hann rak í haust aftur inn í þingflokkinn. Johnson hafði vísað þeim á dyr fyrir að greiða atkvæði gegn honum um Brexit. Með ákvörðuninni nú geta þingmennirnir áfram boðið sig fram fyrir Íhaldsflokkinn. Bretland Brexit Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að halda þingkosningar 12. desember. Tillagan var samþykkt með 438 atkvæðum gegn tuttugu. Lávarðadeild þingsins á enn eftir að samþykkja tillöguna en búist er við því að hún gæti verið endanlega samþykkt fyrir lok vikunnar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Johnson vonist til þess að leysa úr þrátefli sem hefur ríkt á þingi varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu. Þingið hefur ítrekað fellt útgöngusamninga við Evrópusambandið en einnig samþykkt lög til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin dragi Bretland úr sambandinu án slíks samnings. Eftir að Evrópusambandið féllst á að fresta útgöngunni til loka janúars lét Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn af andstöðu við það að flýta kosningum en fyrri tillögur Johnson þess efnis höfðu verið felldar ítrekað. Samþykki lávarðadeildin tillöguna um kosningar tekur við fimm vikna kosningabarátta þar sem Íhaldsflokkur Johnson virðist standa best að vígi í skoðanakönnunum. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram í kvöld hleypti Johnson 21 þingmanni Íhaldsflokksins sem hann rak í haust aftur inn í þingflokkinn. Johnson hafði vísað þeim á dyr fyrir að greiða atkvæði gegn honum um Brexit. Með ákvörðuninni nú geta þingmennirnir áfram boðið sig fram fyrir Íhaldsflokkinn.
Bretland Brexit Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira