Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 13:55 Staðan á Reykjalundi er grafalvarleg að mati sálfræðinganna níu sem þar starfa. Vísir/vilhelm Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Allir níu starfandi sálfræðingar á Reykjalundi hafa velt því fyrir sér að segja upp störfum í ljósi ástandsins á stofnuninni. Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu níu sálfræðinga Reykjalundar. Þar segir að áður fyrr hafi starfsánægja og góður andi einkennt Reykjalund. Nú sé staðan hins vegar önnur og „ástandið orðið grafalvarlegt“ eftir sviptingarnar sem hófust með innleiðingu nýs skipurits í sumar. „Núverandi framkvæmdastjórn virðist ekki hlusta á starfsfólk eða skynja mikilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfseminni gangandi. Í framkvæmdastjórn vantar fagfólk með endurhæfingarmenntun og þeir sem fara þar fremstir í flokki eru starfseminni ókunnugir og lesa illa inn í aðstæður hér innanhúss.“Biðla til yfirvalda að grípa strax inn í Það sé þannig einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og að stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar „áður en meiri skaði hlýst af“, einkum í ljósi uppsagna starfsfólks. Sálfræðingarnir séu jafnframt sjálfir að íhuga stöðu sína í þeim efnum. „Hætta er á enn fleiri uppsögnum fagfólks með langa reynslu í endurhæfingu og höfum við undirrituð velt þeim möguleika fyrir okkur breytist ástandið ekki. Við biðlum til Heilbrigðisyfirvalda að grípa strax inn í stöðuna með öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja að við taki stjórnendur sem hafa þekkingu og reynslu til að bera ábyrgð á þverfaglegri endurhæfingu Reykjalundar.“ Á Reykjalundi eru starfandi níu sálfræðingar, í mismunandi starfshlutfalli og á mismunandi sviðum endurhæfingar, sem allir rita undir yfirlýsinguna. Þau eru Dr. Claudia Ósk H. Georgsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, Dr. Ella Björt Teague, taugasálfræðingur, Gunnhildur Marteinsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Helma Rut Einarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Inga Hrefna Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, Jórunn Edda Óskarsdóttir, sálfræðingur, Klara Bragadóttir, sálfræðingur, Dr. Rúnar Helgi Andrason, sérfræðingur í klínískri sálfræði og Smári Pálsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. Síðast í gær var greint frá því að tveir yfirlæknar hefðu sagt upp störfum á Reykjalundi en þá hafa alls sjö læknar sagt upp síðustu vikur. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar sagði í samtali við Vísi í gær að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan á Reykjalundi yrði áfram óskert.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum