Tiger sá sigursælasti frá upphafi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. október 2019 07:13 Tiger með verðlaunin sín í nótt. vísir/getty Tiger Woods varð hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt og er þar með búinn að vinna 82 PGA-mót á ferlinum. Það er metjöfnun en Sam Snead hafði átt metið einn frá árinu 1965. Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.Winning in style Tiger birdies the last, captures the @zozochamp and matches Sam Snead's record of 82 @PGATOUR wins.pic.twitter.com/dGny89z4lV — Golf Channel (@GolfChannel) October 28, 2019 Þetta var fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan hann fór í hnéaðgerð fyrir níu vikum síðan. Það stöðvar hann ekkert. Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus."It's just crazy ... it's a lot." A special, but stressful, win for @TigerWoods. #LiveUnderParpic.twitter.com/vuOt4pYIE7 — PGA TOUR (@PGATOUR) October 28, 2019 Snead var 52 ára gamall þegar hann vann sitt 82. mót og Nicklaus var 46 ára er hann vann sinn sitt síðasta mót. „Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods varð hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt og er þar með búinn að vinna 82 PGA-mót á ferlinum. Það er metjöfnun en Sam Snead hafði átt metið einn frá árinu 1965. Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.Winning in style Tiger birdies the last, captures the @zozochamp and matches Sam Snead's record of 82 @PGATOUR wins.pic.twitter.com/dGny89z4lV — Golf Channel (@GolfChannel) October 28, 2019 Þetta var fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan hann fór í hnéaðgerð fyrir níu vikum síðan. Það stöðvar hann ekkert. Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus."It's just crazy ... it's a lot." A special, but stressful, win for @TigerWoods. #LiveUnderParpic.twitter.com/vuOt4pYIE7 — PGA TOUR (@PGATOUR) October 28, 2019 Snead var 52 ára gamall þegar hann vann sitt 82. mót og Nicklaus var 46 ára er hann vann sinn sitt síðasta mót. „Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira