„Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“ Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. október 2019 19:31 Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir.Í fréttum Stöðvar 2 hefur komið fram að klámneysla er svo mikil meðal ungmenna hér á landi að strákar eru farnir að þurfa rislyf um tvítugt, og skiptast á nektarmyndum af stelpum eins og fótboltaspjöldum og eru sífellt fleiri ungar konur sem greina frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Ung kona sem vill ekki koma fram undir nafni vegna aðstæðna sinna segir algengt að krakkar hafi sent nektarmyndir af sér í grunnskóla.Sjá einnig: Sífellt fleiri greina frá kynferðisofbeldi á unglingsárum„Það gerðu það bara allir og mikið var verið að senda myndbönd af sér af gera eitthvað og ég og vinkonur mínar fengum líka oft typpamyndir án þess að hafa beðið um það að fyrra bragði,“ segir unga konan.Oftast fóru samskiptin fram gegnum Snapchat og voru krakkarnir búnir að finna út hvernig hægt væri að vista efnið án þess að sendandinn vissi af því.„Stelpur voru oft að senda strákum sem þær treystu myndir af sér að snerta sig eða dansa og þeir gátu vistað myndirnar og sent öllum.“Oft hafi stelpurnar skammast sín mikið og verið heima en það hafi gengið yfir því yfirleitt komu upp ný mál. „Stundum melduðu stelpurnar sig veikar af því það var myndband af þeim í umferð en svo bara viku seinna var komið upp nýtt mál, þetta var svo oft það var nýtt mál í hverri viku“Eins og verkefni hjá strákum að fá sendar myndir Hún segir að stelpurnar hafi verið undir miklum þrýstingi að senda af sér myndir. „Ef þú sendir ekki myndir varstu leiðinleg eða einskis virði. Það var tuðað eða maður niðurlægður fyrir að vilja ekki senda eða farið í að vera ógeðslega næs. Það var stundum eins og ákveðið verkefni hjá vissum strákum að fá sendar myndir.“Hún segir að strákarnir hafi líka sent myndir af sér.„Þeir voru þá að snerta sig, eða fróa sér eða bara að senda myndir af typpinu af sér.“Hún var fimmtán ára þegar hún lenti hún í stafræðnu kynferðisofbeldi á netinu þegar sá sem hún spjallaði við bað hana að sýna á sér brjóstin.„Ég var farin að treysta honum og hugsaði, ég þekki hann ekki hann er ekki að fara senda myndina neitt þannig að ég geri það.“Var logandi hræddHún ætlaði þá að ljúka samtalinu og fara að sofa.„Hann sagði þá að ég væri ekki að fara að sofa heldur ætti ég að hlýða annars færu myndirnar af mér um allt internet.“Henni tókst að hafa samband við frænda sinn og lét mömmu sína vita áður en málið þróaðist lengra. Hún eyddi sér út af öllum samfélagsmiðlum og var logandi hrædd lengi. Hún telur jafnalgengt í dag að krakkar sendi nektarmyndir sín á milli og eigi erfitt með að viðurkenna það fyrir þeim eldri.„Það er vont að þurfa viðurkenna það að maður er kjáni.“Sjá má lengri útgáfu af viðtalinu í spilaranum hér að neðan. Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stelpur viti oft ekki að þær hafi verið beittar ofbeldi í kynlífi Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf. 26. október 2019 14:15 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 Sífellt fleiri greina frá kynferðisofbeldi á unglingsárum Verkefnastýra Stígamóta segist telja klám einn stærsta lýðheilsuvanda samfélagsins. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir.Í fréttum Stöðvar 2 hefur komið fram að klámneysla er svo mikil meðal ungmenna hér á landi að strákar eru farnir að þurfa rislyf um tvítugt, og skiptast á nektarmyndum af stelpum eins og fótboltaspjöldum og eru sífellt fleiri ungar konur sem greina frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Ung kona sem vill ekki koma fram undir nafni vegna aðstæðna sinna segir algengt að krakkar hafi sent nektarmyndir af sér í grunnskóla.Sjá einnig: Sífellt fleiri greina frá kynferðisofbeldi á unglingsárum„Það gerðu það bara allir og mikið var verið að senda myndbönd af sér af gera eitthvað og ég og vinkonur mínar fengum líka oft typpamyndir án þess að hafa beðið um það að fyrra bragði,“ segir unga konan.Oftast fóru samskiptin fram gegnum Snapchat og voru krakkarnir búnir að finna út hvernig hægt væri að vista efnið án þess að sendandinn vissi af því.„Stelpur voru oft að senda strákum sem þær treystu myndir af sér að snerta sig eða dansa og þeir gátu vistað myndirnar og sent öllum.“Oft hafi stelpurnar skammast sín mikið og verið heima en það hafi gengið yfir því yfirleitt komu upp ný mál. „Stundum melduðu stelpurnar sig veikar af því það var myndband af þeim í umferð en svo bara viku seinna var komið upp nýtt mál, þetta var svo oft það var nýtt mál í hverri viku“Eins og verkefni hjá strákum að fá sendar myndir Hún segir að stelpurnar hafi verið undir miklum þrýstingi að senda af sér myndir. „Ef þú sendir ekki myndir varstu leiðinleg eða einskis virði. Það var tuðað eða maður niðurlægður fyrir að vilja ekki senda eða farið í að vera ógeðslega næs. Það var stundum eins og ákveðið verkefni hjá vissum strákum að fá sendar myndir.“Hún segir að strákarnir hafi líka sent myndir af sér.„Þeir voru þá að snerta sig, eða fróa sér eða bara að senda myndir af typpinu af sér.“Hún var fimmtán ára þegar hún lenti hún í stafræðnu kynferðisofbeldi á netinu þegar sá sem hún spjallaði við bað hana að sýna á sér brjóstin.„Ég var farin að treysta honum og hugsaði, ég þekki hann ekki hann er ekki að fara senda myndina neitt þannig að ég geri það.“Var logandi hræddHún ætlaði þá að ljúka samtalinu og fara að sofa.„Hann sagði þá að ég væri ekki að fara að sofa heldur ætti ég að hlýða annars færu myndirnar af mér um allt internet.“Henni tókst að hafa samband við frænda sinn og lét mömmu sína vita áður en málið þróaðist lengra. Hún eyddi sér út af öllum samfélagsmiðlum og var logandi hrædd lengi. Hún telur jafnalgengt í dag að krakkar sendi nektarmyndir sín á milli og eigi erfitt með að viðurkenna það fyrir þeim eldri.„Það er vont að þurfa viðurkenna það að maður er kjáni.“Sjá má lengri útgáfu af viðtalinu í spilaranum hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stelpur viti oft ekki að þær hafi verið beittar ofbeldi í kynlífi Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf. 26. október 2019 14:15 Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 Sífellt fleiri greina frá kynferðisofbeldi á unglingsárum Verkefnastýra Stígamóta segist telja klám einn stærsta lýðheilsuvanda samfélagsins. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Stelpur viti oft ekki að þær hafi verið beittar ofbeldi í kynlífi Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf. 26. október 2019 14:15
Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00
Sífellt fleiri greina frá kynferðisofbeldi á unglingsárum Verkefnastýra Stígamóta segist telja klám einn stærsta lýðheilsuvanda samfélagsins. 26. október 2019 20:30