Afgerandi forskot Íhaldsflokksins í aðdraganda atkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 22:59 Hvorki hefur gengið né rekið hjá Johnson í breska þinginu frá því að hann varð forsætisráðherra í júlí. Ekki er útlit fyrir að það breytist á mánudag. Vísir/EPA Íhaldsflokkur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mælist með afgerandi forskot á Verkamannaflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, í nýrri skoðanakönnun. Johnson ætlar að láta breska þingið greiða atkvæðagreiðslu um tillögu hans um að boða til þingkosninga í desember á mánudag. Samkvæmt könnun Opinium sem Reuters-fréttastofan segir frá bætir Íhaldsflokkurinn við sig frá síðustu könnun og fengi um 40% atkvæða. Það er sextán prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn sem mælist með 24%. Í tíð Corbyn hefur Verkamannaflokkurinn tekið lítt afgerandi afstöðu til útgöngunnar úr Evrópusambandinu. Frjálslyndir demókratar, sem eru andvígir útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa sigið aðeins frá fyrri könnun og mælast nú með um 15%, fimm prósentustigum meira en Brexit-flokkur Nigels Farage, fyrrverandi leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Tillaga Johnson um þingkosningar 12. desember verður tekin til atkvæðagreiðslu í þinginu á mánudag. Hún var lögð fram eftir að þingið hafnaði að afgreiða útgöngusamning Johnson við Evrópusambandið í tæka tíð fyrir útgöngu sem var fyrirhuguð 31. október. Johnson óskaði í kjölfarið eftir fresti á útgöngunni frá ESB en ekki hefur enn verið ákveðið hversu langur hann verður. Ekki er útlit fyrir að Johnson verði að ósk sinni um kosningar. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir ætla að greiða atkvæði gegn tillögunni eða sitja hjá en tveir þriðju hlutar þingheims verða að samþykkja hana. Norður-írski sambandsflokkurinn (DUP), sem varði minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fyrr á kjörtímabilinu, er einnig mótfallinn tillögunni. Bretland Brexit Tengdar fréttir Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30 ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45 Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Íhaldsflokkur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mælist með afgerandi forskot á Verkamannaflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, í nýrri skoðanakönnun. Johnson ætlar að láta breska þingið greiða atkvæðagreiðslu um tillögu hans um að boða til þingkosninga í desember á mánudag. Samkvæmt könnun Opinium sem Reuters-fréttastofan segir frá bætir Íhaldsflokkurinn við sig frá síðustu könnun og fengi um 40% atkvæða. Það er sextán prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn sem mælist með 24%. Í tíð Corbyn hefur Verkamannaflokkurinn tekið lítt afgerandi afstöðu til útgöngunnar úr Evrópusambandinu. Frjálslyndir demókratar, sem eru andvígir útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa sigið aðeins frá fyrri könnun og mælast nú með um 15%, fimm prósentustigum meira en Brexit-flokkur Nigels Farage, fyrrverandi leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Tillaga Johnson um þingkosningar 12. desember verður tekin til atkvæðagreiðslu í þinginu á mánudag. Hún var lögð fram eftir að þingið hafnaði að afgreiða útgöngusamning Johnson við Evrópusambandið í tæka tíð fyrir útgöngu sem var fyrirhuguð 31. október. Johnson óskaði í kjölfarið eftir fresti á útgöngunni frá ESB en ekki hefur enn verið ákveðið hversu langur hann verður. Ekki er útlit fyrir að Johnson verði að ósk sinni um kosningar. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir ætla að greiða atkvæði gegn tillögunni eða sitja hjá en tveir þriðju hlutar þingheims verða að samþykkja hana. Norður-írski sambandsflokkurinn (DUP), sem varði minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fyrr á kjörtímabilinu, er einnig mótfallinn tillögunni.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30 ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45 Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30
ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45
Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15