Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 12:51 Weinstein hefur lítið látið sjá sig opinberlega eftir að ásakanir á hendur honum komust í hámæli. Vísir/EPA Tveimur konum var vísað út af viðburði fyrir upprennandi leikara í New York og baulað var á aðra sem gagnrýndi veru Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem hefur verið sakaður um aragrúa kynferðisbrota, þar. Talsmaður Weinstein sagði framferði kvennanna „dónalegt“ og „óþarft“. Weinstein var boðið á viðburðinn „Leikarastundina“ þrátt fyrir að hann hafi ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi eða áreita þær, þar á meðal leikkonur. Hann gengur nú laus gegn tryggingu en á að koma fyrir dómara vegna ásakana um nauðgun í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kelly Bachman, uppistandari, gagnrýndi Weinstein beint af sviðinu á viðburðinum og vísaði til hans sem „fílsins í herberginu“ og „Freddy Krueger“, persónu úr þekktum hryllingsmyndum. „Ég vissi ekki að við þyrftum að taka með okkar eigin piparúða og nauðgunarflautu á Leikarastundina,“ sagði Bachman. Einhverjir viðstaddir bauluðu á Bachman og sögðu henni að þegja. Aðrir klöppuðu og fögnuðu henni. Síðar nálguðust þær Amber Rollo, grínisti, og Zoe Stuckles, leikkona, borð Weinstein og spurðu hvort enginn ætlaði að segja nokkuð. Rollo sagðist síðar hafa kallað Weinstein „skrýmsli“. Þeim var báðum vísað af viðburðinum. Bachman birti síðar myndband af ummælum sínum á sviðinu. Hún sagði The Guardian að orð sín hefðu „sogað loftið úr herberginu“. „Mér fannst í lagi að það væri þögn. Í aðstæðum sem þessum vil ég ekki að fólki líði þægilega,“ sagði hún. Uppljóstranir kvenna um áreitni og ofbeldi Weinstein árið 2017 urðu kveikjan að MeToo-byltingunni svonefndu sem breiddist út víða um heim í kjölfarið. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Tveimur konum var vísað út af viðburði fyrir upprennandi leikara í New York og baulað var á aðra sem gagnrýndi veru Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem hefur verið sakaður um aragrúa kynferðisbrota, þar. Talsmaður Weinstein sagði framferði kvennanna „dónalegt“ og „óþarft“. Weinstein var boðið á viðburðinn „Leikarastundina“ þrátt fyrir að hann hafi ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi eða áreita þær, þar á meðal leikkonur. Hann gengur nú laus gegn tryggingu en á að koma fyrir dómara vegna ásakana um nauðgun í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kelly Bachman, uppistandari, gagnrýndi Weinstein beint af sviðinu á viðburðinum og vísaði til hans sem „fílsins í herberginu“ og „Freddy Krueger“, persónu úr þekktum hryllingsmyndum. „Ég vissi ekki að við þyrftum að taka með okkar eigin piparúða og nauðgunarflautu á Leikarastundina,“ sagði Bachman. Einhverjir viðstaddir bauluðu á Bachman og sögðu henni að þegja. Aðrir klöppuðu og fögnuðu henni. Síðar nálguðust þær Amber Rollo, grínisti, og Zoe Stuckles, leikkona, borð Weinstein og spurðu hvort enginn ætlaði að segja nokkuð. Rollo sagðist síðar hafa kallað Weinstein „skrýmsli“. Þeim var báðum vísað af viðburðinum. Bachman birti síðar myndband af ummælum sínum á sviðinu. Hún sagði The Guardian að orð sín hefðu „sogað loftið úr herberginu“. „Mér fannst í lagi að það væri þögn. Í aðstæðum sem þessum vil ég ekki að fólki líði þægilega,“ sagði hún. Uppljóstranir kvenna um áreitni og ofbeldi Weinstein árið 2017 urðu kveikjan að MeToo-byltingunni svonefndu sem breiddist út víða um heim í kjölfarið.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56
Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08
Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30