Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 12:51 Weinstein hefur lítið látið sjá sig opinberlega eftir að ásakanir á hendur honum komust í hámæli. Vísir/EPA Tveimur konum var vísað út af viðburði fyrir upprennandi leikara í New York og baulað var á aðra sem gagnrýndi veru Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem hefur verið sakaður um aragrúa kynferðisbrota, þar. Talsmaður Weinstein sagði framferði kvennanna „dónalegt“ og „óþarft“. Weinstein var boðið á viðburðinn „Leikarastundina“ þrátt fyrir að hann hafi ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi eða áreita þær, þar á meðal leikkonur. Hann gengur nú laus gegn tryggingu en á að koma fyrir dómara vegna ásakana um nauðgun í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kelly Bachman, uppistandari, gagnrýndi Weinstein beint af sviðinu á viðburðinum og vísaði til hans sem „fílsins í herberginu“ og „Freddy Krueger“, persónu úr þekktum hryllingsmyndum. „Ég vissi ekki að við þyrftum að taka með okkar eigin piparúða og nauðgunarflautu á Leikarastundina,“ sagði Bachman. Einhverjir viðstaddir bauluðu á Bachman og sögðu henni að þegja. Aðrir klöppuðu og fögnuðu henni. Síðar nálguðust þær Amber Rollo, grínisti, og Zoe Stuckles, leikkona, borð Weinstein og spurðu hvort enginn ætlaði að segja nokkuð. Rollo sagðist síðar hafa kallað Weinstein „skrýmsli“. Þeim var báðum vísað af viðburðinum. Bachman birti síðar myndband af ummælum sínum á sviðinu. Hún sagði The Guardian að orð sín hefðu „sogað loftið úr herberginu“. „Mér fannst í lagi að það væri þögn. Í aðstæðum sem þessum vil ég ekki að fólki líði þægilega,“ sagði hún. Uppljóstranir kvenna um áreitni og ofbeldi Weinstein árið 2017 urðu kveikjan að MeToo-byltingunni svonefndu sem breiddist út víða um heim í kjölfarið. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Tveimur konum var vísað út af viðburði fyrir upprennandi leikara í New York og baulað var á aðra sem gagnrýndi veru Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem hefur verið sakaður um aragrúa kynferðisbrota, þar. Talsmaður Weinstein sagði framferði kvennanna „dónalegt“ og „óþarft“. Weinstein var boðið á viðburðinn „Leikarastundina“ þrátt fyrir að hann hafi ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi eða áreita þær, þar á meðal leikkonur. Hann gengur nú laus gegn tryggingu en á að koma fyrir dómara vegna ásakana um nauðgun í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kelly Bachman, uppistandari, gagnrýndi Weinstein beint af sviðinu á viðburðinum og vísaði til hans sem „fílsins í herberginu“ og „Freddy Krueger“, persónu úr þekktum hryllingsmyndum. „Ég vissi ekki að við þyrftum að taka með okkar eigin piparúða og nauðgunarflautu á Leikarastundina,“ sagði Bachman. Einhverjir viðstaddir bauluðu á Bachman og sögðu henni að þegja. Aðrir klöppuðu og fögnuðu henni. Síðar nálguðust þær Amber Rollo, grínisti, og Zoe Stuckles, leikkona, borð Weinstein og spurðu hvort enginn ætlaði að segja nokkuð. Rollo sagðist síðar hafa kallað Weinstein „skrýmsli“. Þeim var báðum vísað af viðburðinum. Bachman birti síðar myndband af ummælum sínum á sviðinu. Hún sagði The Guardian að orð sín hefðu „sogað loftið úr herberginu“. „Mér fannst í lagi að það væri þögn. Í aðstæðum sem þessum vil ég ekki að fólki líði þægilega,“ sagði hún. Uppljóstranir kvenna um áreitni og ofbeldi Weinstein árið 2017 urðu kveikjan að MeToo-byltingunni svonefndu sem breiddist út víða um heim í kjölfarið.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56
Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08
Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30