Tekur á bæði andlega og líkamlega Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2019 19:00 Hér má sjá Beata á sviðinu fyrir ári síðan. Danshátíðin Street Dans Einvígið fer fram um helgina en hátíðin er haldin árlega og er stærsti street dansviðburður ársins þar sem er haldið upp á fjölbreytta og líflega dansmenninguna. Erlendir gestakennarar mæta til landsins og meðal þeirra sem hafa mætt eru danshöfundar Michael Jackson, Beyoncé, Janet Jackson, Cardi B, Jay-Z, Jennifer Lopez ofl. listamanna. Hátíðin hefur verið haldin síðan 2012. Aðalviðburðir hátíðarinnar eru svo Einvígin sjálf sem opin eru öllum óháð dansskólum og landamærum þar sem battlað (keppt) er í stílunum hiphop, dancehall, waacking, break, house, popping, top rock og 'all styles'. Þetta eru einvígi þar sem einn á móti einum dansar í tvisvar sinnum 40 sekúndur og svo velja dómarar hver fer áfram í næstu umferð. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til einn stendur uppi sem sigurvegari og er þetta hið eiginlega Íslandsmeistaramót street dansara. Aðalkeppnin er fyrir fimmtán ára og eldri og verður á sunnudaginn í Iðnó frá klukkan 4-8 á sunnudaginn. Fimm hundruð krónur kostar inn á viðburðinn. Vísir heyrði hljóðið í tveimur sigurvegurum frá því í fyrra. Beata Emilia Kocot vann í hip hop flokki í fyrra og hefur unnið fjölmörg Einvígi á síðustu ár. „Það þarf að undirbúa sig andlega því þú þarft að koma fyrir framan allt þetta fólk. Ég æfi á hverjum degi en ég er ekki að einblína á dansinn fyrir keppnina, frekar á að geta komið fram. Það sem lætur mig mest missa orkuna er stressið. Ég einbeiti mig ekki að því að vinna keppnina heldur frekar að því að hafa gaman með fólki sem mér þykir vænt um. Sem sagt gróflega þarf ég að vinna í stressinu til að eiga möguleika á að vinna.“ Hún segir að svona keppni taki verulega á. „Eins og allar íþróttir þá tekur dansinn líka á bæði andlega og líkamlega. Eins og ég nefndi á áðan þá tekur mikið á að koma fyrir framan allt þetta fólk. Ég má ekki hugsa of mikið heldur frekar gera bara það sem tónlistin segir mér að gera.“ Beata segir að í hvert skipti sem hún tekur þátt kynnist hún nýrri hlið á sér sem dansari, hlið sem hún vissi ekki að væri til. „Til dæmis þegar ég geri óvart sport sem ég hélt að ég gæti ekki gert. Á þennan hátt getur þessi keppni verið vettvangur fyrir dansara til að stækka. Eftir hverja keppni finn ég fyrir meira sjálfstrausti og finn fyrir mikilli gleði sem dansinn gefur mér.“ Hún segir að það sé gott að vinna svona keppni til að byggja upp nafn sem dansari hér á landi. „Því fólk tekur meira eftir þér. Einnig með því að vinna svona keppni á Íslandi þá gefur þér það meiri vilja og hugrekki til að taka þátt á stærri sviðum annarsstaðar.“ Aleksandra Ola Getka tók einnig þátt í fyrra og vann í Waacking flokknum. Hún fékk strax í kjölfarið starf sem danskennari í Dansskóla Brynju Pétursdóttur. „Það kostar blóð svita og tár að vinna svona keppni sem er gaman því þetta er okkar ástríða,“ segir Aleksandra. „Maður er stanslaust að hlusta á tónlist og sjá fyrir sér danshreyfingar í takt. Svo verður maður að halda sig í góðu formi og það fer mikil vinna í það. Þetta tekur gríðarlega á líkamlega og í svona keppni verður maður að vera sterkur á sviðinu í hverju einvígi.“ Hún tekur undir að svona keppni geti gert margt fyrir dansarana sem taka þátt og þeirra framtíð. „Þetta er mikill og góður stökkpallur og gerir mikið fyrir mann í dansheiminum og sérstaklega ef maður nær að vinna keppnina.“ Dans Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Danshátíðin Street Dans Einvígið fer fram um helgina en hátíðin er haldin árlega og er stærsti street dansviðburður ársins þar sem er haldið upp á fjölbreytta og líflega dansmenninguna. Erlendir gestakennarar mæta til landsins og meðal þeirra sem hafa mætt eru danshöfundar Michael Jackson, Beyoncé, Janet Jackson, Cardi B, Jay-Z, Jennifer Lopez ofl. listamanna. Hátíðin hefur verið haldin síðan 2012. Aðalviðburðir hátíðarinnar eru svo Einvígin sjálf sem opin eru öllum óháð dansskólum og landamærum þar sem battlað (keppt) er í stílunum hiphop, dancehall, waacking, break, house, popping, top rock og 'all styles'. Þetta eru einvígi þar sem einn á móti einum dansar í tvisvar sinnum 40 sekúndur og svo velja dómarar hver fer áfram í næstu umferð. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til einn stendur uppi sem sigurvegari og er þetta hið eiginlega Íslandsmeistaramót street dansara. Aðalkeppnin er fyrir fimmtán ára og eldri og verður á sunnudaginn í Iðnó frá klukkan 4-8 á sunnudaginn. Fimm hundruð krónur kostar inn á viðburðinn. Vísir heyrði hljóðið í tveimur sigurvegurum frá því í fyrra. Beata Emilia Kocot vann í hip hop flokki í fyrra og hefur unnið fjölmörg Einvígi á síðustu ár. „Það þarf að undirbúa sig andlega því þú þarft að koma fyrir framan allt þetta fólk. Ég æfi á hverjum degi en ég er ekki að einblína á dansinn fyrir keppnina, frekar á að geta komið fram. Það sem lætur mig mest missa orkuna er stressið. Ég einbeiti mig ekki að því að vinna keppnina heldur frekar að því að hafa gaman með fólki sem mér þykir vænt um. Sem sagt gróflega þarf ég að vinna í stressinu til að eiga möguleika á að vinna.“ Hún segir að svona keppni taki verulega á. „Eins og allar íþróttir þá tekur dansinn líka á bæði andlega og líkamlega. Eins og ég nefndi á áðan þá tekur mikið á að koma fyrir framan allt þetta fólk. Ég má ekki hugsa of mikið heldur frekar gera bara það sem tónlistin segir mér að gera.“ Beata segir að í hvert skipti sem hún tekur þátt kynnist hún nýrri hlið á sér sem dansari, hlið sem hún vissi ekki að væri til. „Til dæmis þegar ég geri óvart sport sem ég hélt að ég gæti ekki gert. Á þennan hátt getur þessi keppni verið vettvangur fyrir dansara til að stækka. Eftir hverja keppni finn ég fyrir meira sjálfstrausti og finn fyrir mikilli gleði sem dansinn gefur mér.“ Hún segir að það sé gott að vinna svona keppni til að byggja upp nafn sem dansari hér á landi. „Því fólk tekur meira eftir þér. Einnig með því að vinna svona keppni á Íslandi þá gefur þér það meiri vilja og hugrekki til að taka þátt á stærri sviðum annarsstaðar.“ Aleksandra Ola Getka tók einnig þátt í fyrra og vann í Waacking flokknum. Hún fékk strax í kjölfarið starf sem danskennari í Dansskóla Brynju Pétursdóttur. „Það kostar blóð svita og tár að vinna svona keppni sem er gaman því þetta er okkar ástríða,“ segir Aleksandra. „Maður er stanslaust að hlusta á tónlist og sjá fyrir sér danshreyfingar í takt. Svo verður maður að halda sig í góðu formi og það fer mikil vinna í það. Þetta tekur gríðarlega á líkamlega og í svona keppni verður maður að vera sterkur á sviðinu í hverju einvígi.“ Hún tekur undir að svona keppni geti gert margt fyrir dansarana sem taka þátt og þeirra framtíð. „Þetta er mikill og góður stökkpallur og gerir mikið fyrir mann í dansheiminum og sérstaklega ef maður nær að vinna keppnina.“
Dans Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira