Formúla 1

Renault dæmt úr leik í Japan

Bragi Þórðarson skrifar
Daniel Ricciardo endaði sjötti í Japan
Daniel Ricciardo endaði sjötti í Japan Getty
Renault liðið hefur verið dæmt úr keppni í japanska kappakstrinum sem fram fór fyrir tveimur vikum.

Ástæða þess er að liðið notaði sjálfvirkan bremsustillingarbúnað í keppninni. Reglur eru mjög skýrar um að ökumenn mega ekki fá neina utanaðkomandi aðstoð við aksturinn og fyrir vikið var liðið dæmt úr keppni.

Úrslitin breyta þó litlu, Mercedes eru enn heimsmeistarar en Charles Leclerc fór þó upp um eitt sæti, úr sjöunda í sjötta.

Racing Point liðið gerði athugasemd við búnað Renault fyrir japanska kappaksturinn en alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, sá ekkert að búnaðinum. Við nánari skoðun kom augljóst brot á reglum í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×