Skólahald fellt niður vegna veðurs Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2019 07:34 Búast má við hríð og hvassviðri víða á landinu í dag. Visir/vilhelm Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Frá þessu er greint á vef skólans þar sem segir jafnframt að samkvæmt veðurspám muni auka „verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.“ Það eru orð að sönnu, því veðurkort Veðurstofunnar bera með sér gular viðvaranir víða um land: Allt frá Ströndum á Vestfjörðum, meðfram norðurströndinni og allt að suðausturhorninu. Á norðan- og austanverðu landinu má búast við talsverðu hríðarveðri og undir Vatnajökli verður hvassviðri.Sjá einnig: Hver viðvörunin á fætur annarri Hríðarviðvaranirnar gilda fram á kvöld, en veðrið verður einna verst upp úr hádegi og þar til síðdegis þegar þéttur úrkomubakki kemur inn á Tröllaskaga og síðar norðausturland. Undir Vatnajökli má búast við stormi þvert á veg núna í morgunsárið og aftur í kvöld, en hviður þar geta farið yfir 40 m/s þegar verst lætur. „Ljóst er að vegfarendur þurfa að fara að öllu með gát og fylgjast með veðurspám og tilkynningum frá Vegagerðinni,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Engar viðvaranir eru í gildi fyrir suðvesturhornið, en þó gæti orðið bálhvasst undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Snæfellsnesi núna með morgninum og aftur í kvöld. Veðurfræðingur útilokar ekki heldur að það gæti orðið hviðótt á Kjalarnesi um tíma. Aukinheldur gæti snjóað örlítið á höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og gerði í gærkvöldi, en þó er ekki útlit fyrir að „það verði neitt að ráði,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Það dregur síðan úr vindi og úrkomu á morgun.Viti fólk af öðrum skólum þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs er vel þegið að láta Vísi vita, netfangið er ritstjorn@visir.isVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig Hörgársveit Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Frá þessu er greint á vef skólans þar sem segir jafnframt að samkvæmt veðurspám muni auka „verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.“ Það eru orð að sönnu, því veðurkort Veðurstofunnar bera með sér gular viðvaranir víða um land: Allt frá Ströndum á Vestfjörðum, meðfram norðurströndinni og allt að suðausturhorninu. Á norðan- og austanverðu landinu má búast við talsverðu hríðarveðri og undir Vatnajökli verður hvassviðri.Sjá einnig: Hver viðvörunin á fætur annarri Hríðarviðvaranirnar gilda fram á kvöld, en veðrið verður einna verst upp úr hádegi og þar til síðdegis þegar þéttur úrkomubakki kemur inn á Tröllaskaga og síðar norðausturland. Undir Vatnajökli má búast við stormi þvert á veg núna í morgunsárið og aftur í kvöld, en hviður þar geta farið yfir 40 m/s þegar verst lætur. „Ljóst er að vegfarendur þurfa að fara að öllu með gát og fylgjast með veðurspám og tilkynningum frá Vegagerðinni,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Engar viðvaranir eru í gildi fyrir suðvesturhornið, en þó gæti orðið bálhvasst undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Snæfellsnesi núna með morgninum og aftur í kvöld. Veðurfræðingur útilokar ekki heldur að það gæti orðið hviðótt á Kjalarnesi um tíma. Aukinheldur gæti snjóað örlítið á höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og gerði í gærkvöldi, en þó er ekki útlit fyrir að „það verði neitt að ráði,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Það dregur síðan úr vindi og úrkomu á morgun.Viti fólk af öðrum skólum þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs er vel þegið að láta Vísi vita, netfangið er ritstjorn@visir.isVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig
Hörgársveit Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira