Skólahald fellt niður vegna veðurs Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2019 07:34 Búast má við hríð og hvassviðri víða á landinu í dag. Visir/vilhelm Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Frá þessu er greint á vef skólans þar sem segir jafnframt að samkvæmt veðurspám muni auka „verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.“ Það eru orð að sönnu, því veðurkort Veðurstofunnar bera með sér gular viðvaranir víða um land: Allt frá Ströndum á Vestfjörðum, meðfram norðurströndinni og allt að suðausturhorninu. Á norðan- og austanverðu landinu má búast við talsverðu hríðarveðri og undir Vatnajökli verður hvassviðri.Sjá einnig: Hver viðvörunin á fætur annarri Hríðarviðvaranirnar gilda fram á kvöld, en veðrið verður einna verst upp úr hádegi og þar til síðdegis þegar þéttur úrkomubakki kemur inn á Tröllaskaga og síðar norðausturland. Undir Vatnajökli má búast við stormi þvert á veg núna í morgunsárið og aftur í kvöld, en hviður þar geta farið yfir 40 m/s þegar verst lætur. „Ljóst er að vegfarendur þurfa að fara að öllu með gát og fylgjast með veðurspám og tilkynningum frá Vegagerðinni,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Engar viðvaranir eru í gildi fyrir suðvesturhornið, en þó gæti orðið bálhvasst undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Snæfellsnesi núna með morgninum og aftur í kvöld. Veðurfræðingur útilokar ekki heldur að það gæti orðið hviðótt á Kjalarnesi um tíma. Aukinheldur gæti snjóað örlítið á höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og gerði í gærkvöldi, en þó er ekki útlit fyrir að „það verði neitt að ráði,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Það dregur síðan úr vindi og úrkomu á morgun.Viti fólk af öðrum skólum þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs er vel þegið að láta Vísi vita, netfangið er ritstjorn@visir.isVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig Hörgársveit Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Frá þessu er greint á vef skólans þar sem segir jafnframt að samkvæmt veðurspám muni auka „verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.“ Það eru orð að sönnu, því veðurkort Veðurstofunnar bera með sér gular viðvaranir víða um land: Allt frá Ströndum á Vestfjörðum, meðfram norðurströndinni og allt að suðausturhorninu. Á norðan- og austanverðu landinu má búast við talsverðu hríðarveðri og undir Vatnajökli verður hvassviðri.Sjá einnig: Hver viðvörunin á fætur annarri Hríðarviðvaranirnar gilda fram á kvöld, en veðrið verður einna verst upp úr hádegi og þar til síðdegis þegar þéttur úrkomubakki kemur inn á Tröllaskaga og síðar norðausturland. Undir Vatnajökli má búast við stormi þvert á veg núna í morgunsárið og aftur í kvöld, en hviður þar geta farið yfir 40 m/s þegar verst lætur. „Ljóst er að vegfarendur þurfa að fara að öllu með gát og fylgjast með veðurspám og tilkynningum frá Vegagerðinni,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Engar viðvaranir eru í gildi fyrir suðvesturhornið, en þó gæti orðið bálhvasst undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Snæfellsnesi núna með morgninum og aftur í kvöld. Veðurfræðingur útilokar ekki heldur að það gæti orðið hviðótt á Kjalarnesi um tíma. Aukinheldur gæti snjóað örlítið á höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og gerði í gærkvöldi, en þó er ekki útlit fyrir að „það verði neitt að ráði,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Það dregur síðan úr vindi og úrkomu á morgun.Viti fólk af öðrum skólum þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs er vel þegið að láta Vísi vita, netfangið er ritstjorn@visir.isVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig
Hörgársveit Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira