Aukin umsvif Rússa í Afríkuríkjum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Pútín Rússlandsforseti tók á móti leiðtogum Afríkuríkja í Sochi. Nordicphotos/Getty Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira