„Spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 13:16 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skýra betur þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga. visir/vilhelm Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34