Lífið eftir kynleiðréttingu: Sárt að vera leyndarmál Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2019 16:02 Allt ferlið tók um sex ár fyrir Snædísi. „Ég byrjaði í ferlinu fyrir svona fjórum árum síðan og ég er nú kannski smá heppin með gen og þess vegna er ég svona kvenleg í dag,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir sem fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Snædís var gestur í þættinum Harmageddon á X-inu í dag. „Ég gekk í gegnum tímabil sem ég hélt að ég væri strákur, svo samkynhneigður en í dag tala ég um mig sem hana. Ég hef í rauninni alltaf vita að þetta væri eitthvað sem þyrfti að laga,“ segir Snædís sem fór í sitt fyrsta viðtal vegna kynleiðréttingaferlisins þegar hún var 22 ára og er hún 28 ára í dag. „Þetta er ofboðslega erfitt og strangt ferli. Svo fer maður í hormónaferli sem er mjög skrautlegt og eins og að ganga í gegnum breytingarskeið. Það eru hitaköst og allskonar sem fylgir því, það er ekkert auðvelt að vera kona. Ég fór í laseraðgerð sem var sársaukafull og fékk mér sílikonbrjóst sem var ekki auðvelt,“ segir Snædís sem segist hafa eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í þetta ferli. View this post on Instagram#havingfun #beautyqueen #fashion #fashionmodels #smiling #friends #goingout #lunch #asos #hmfashion #brunettes #love #plussize #happy #fashionweek #fashionmodels #fashion #plussizemodel #plussizemodelling #londonfashionweek #macmakeup #makeuptutorial #jewellery #blue #alwayshavingfun A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Sep 12, 2019 at 11:42am PDT Hún segir að vinir og vandamenn hafi tekið kynleiðréttingunni mjög vel. „Þetta kom engum rosalega mikið á óvart því ég hef alltaf verið svo kvenleg,“ segir Snædís sem hefur mikið tjáð sig um málið á sínum samfélagsmiðlum. Þar hefur komið fram að karlmenn sem hún hefur verið að hitta vilji ekki viðurkenna fyrir öðrum að þeir séu í samskiptum við Snædísi. „Undantekningalaust eru flestir þannig en ég er ekki að segja að það eigi við alla. Það er mikil höfnunartilfinning og sárt. Það á ekki við bara um mig heldur hjá öllum öðrum sem hafa gengið í gegnum sama ferli. Eftir að ég opnaði á þessa umræðu hef ég fengið ótrúlegt magn að skilaboðum frá konum og maður er bara með tárin í augunum. Strákarnir biðja mig oftast eftir á um að hafa þetta bara milli okkar. Ég hef lent í svo mörgum aðstæðum sem eru bara hræðilegar,“ segir Snædís og koma þær oftast upp eftir að hún hafði stundað kynlíf með umræddum karlmönnum. View this post on Instagrammenningarnótt #drinking #havingfun #party #beautiful #asosdresses #cocktails #fun #brunette #blue #hairextensions #smiling #love A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Aug 25, 2019 at 9:35am PDT „Þetta gerir svo lítið úr mér og maður fær skilaboð frá þeim um að maður eigi ekkert að vera tala um þá úti á götu. Ég hef verið í leynilegu sambandi með strák eftir að ég fór í gegnum kynleiðréttingarferlið. Það virðist vera einhver skömm sem fylgir manni eftir að hafa gengið í gengum ferlið. Það er þá erfitt fyrir karlmenn að taka því sem var á undan. Ég skil það upp að vissu marki en ekki alltaf. Þeir eru þarna hræddir við það að vera dæmdir af vinum sínum, sem er ógeðslega sorglegt.“ Hún segist ekki líta á sig sem transkonu. „Mér finnst það kannski ganga þegar maður byrjar að ganga í gegnum ferlið að þá sé maður skilgreind sem transkona en eftir það finnst mér þú ekkert vera transkona lengur. Þá ert þú bara orðin kona.“ View this post on Instagram#summer #reykjavik #aperol #drinks A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Jun 17, 2019 at 6:21pm PDT Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snædísi í heild sinni. Harmageddon Hinsegin Tengdar fréttir Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
„Ég byrjaði í ferlinu fyrir svona fjórum árum síðan og ég er nú kannski smá heppin með gen og þess vegna er ég svona kvenleg í dag,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir sem fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Snædís var gestur í þættinum Harmageddon á X-inu í dag. „Ég gekk í gegnum tímabil sem ég hélt að ég væri strákur, svo samkynhneigður en í dag tala ég um mig sem hana. Ég hef í rauninni alltaf vita að þetta væri eitthvað sem þyrfti að laga,“ segir Snædís sem fór í sitt fyrsta viðtal vegna kynleiðréttingaferlisins þegar hún var 22 ára og er hún 28 ára í dag. „Þetta er ofboðslega erfitt og strangt ferli. Svo fer maður í hormónaferli sem er mjög skrautlegt og eins og að ganga í gegnum breytingarskeið. Það eru hitaköst og allskonar sem fylgir því, það er ekkert auðvelt að vera kona. Ég fór í laseraðgerð sem var sársaukafull og fékk mér sílikonbrjóst sem var ekki auðvelt,“ segir Snædís sem segist hafa eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í þetta ferli. View this post on Instagram#havingfun #beautyqueen #fashion #fashionmodels #smiling #friends #goingout #lunch #asos #hmfashion #brunettes #love #plussize #happy #fashionweek #fashionmodels #fashion #plussizemodel #plussizemodelling #londonfashionweek #macmakeup #makeuptutorial #jewellery #blue #alwayshavingfun A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Sep 12, 2019 at 11:42am PDT Hún segir að vinir og vandamenn hafi tekið kynleiðréttingunni mjög vel. „Þetta kom engum rosalega mikið á óvart því ég hef alltaf verið svo kvenleg,“ segir Snædís sem hefur mikið tjáð sig um málið á sínum samfélagsmiðlum. Þar hefur komið fram að karlmenn sem hún hefur verið að hitta vilji ekki viðurkenna fyrir öðrum að þeir séu í samskiptum við Snædísi. „Undantekningalaust eru flestir þannig en ég er ekki að segja að það eigi við alla. Það er mikil höfnunartilfinning og sárt. Það á ekki við bara um mig heldur hjá öllum öðrum sem hafa gengið í gegnum sama ferli. Eftir að ég opnaði á þessa umræðu hef ég fengið ótrúlegt magn að skilaboðum frá konum og maður er bara með tárin í augunum. Strákarnir biðja mig oftast eftir á um að hafa þetta bara milli okkar. Ég hef lent í svo mörgum aðstæðum sem eru bara hræðilegar,“ segir Snædís og koma þær oftast upp eftir að hún hafði stundað kynlíf með umræddum karlmönnum. View this post on Instagrammenningarnótt #drinking #havingfun #party #beautiful #asosdresses #cocktails #fun #brunette #blue #hairextensions #smiling #love A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Aug 25, 2019 at 9:35am PDT „Þetta gerir svo lítið úr mér og maður fær skilaboð frá þeim um að maður eigi ekkert að vera tala um þá úti á götu. Ég hef verið í leynilegu sambandi með strák eftir að ég fór í gegnum kynleiðréttingarferlið. Það virðist vera einhver skömm sem fylgir manni eftir að hafa gengið í gengum ferlið. Það er þá erfitt fyrir karlmenn að taka því sem var á undan. Ég skil það upp að vissu marki en ekki alltaf. Þeir eru þarna hræddir við það að vera dæmdir af vinum sínum, sem er ógeðslega sorglegt.“ Hún segist ekki líta á sig sem transkonu. „Mér finnst það kannski ganga þegar maður byrjar að ganga í gegnum ferlið að þá sé maður skilgreind sem transkona en eftir það finnst mér þú ekkert vera transkona lengur. Þá ert þú bara orðin kona.“ View this post on Instagram#summer #reykjavik #aperol #drinks A post shared by Snædís Yrja ( Beauty Fashion (@snaedisyrja) on Jun 17, 2019 at 6:21pm PDT Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snædísi í heild sinni.
Harmageddon Hinsegin Tengdar fréttir Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30