McIlroy pirraður á ummælum Koepka um biðina löngu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 McIlroy og Koepka. Ummæli þess síðarnefnda fóru í taugarnar á Norður-Íranum. vísir/getty Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segir að það hafi verið óþarfi hjá Brooks Koepka, efsta manni heimslistans, að minna sig á hversu lengi hann hafi þurft að bíða eftir sigri á risamóti. Í síðustu viku sagði Koepka að hann teldi McIlroy ekki lengur vera sinn höfuðandstæðing þar sem hann hefði ekki unnið risamót í fimm ár. „Þetta var ekki rangt hjá Brooks,“ sagði McIlroy í viðtali við GOLF TV. Hann viðurkenndi þó að ummæli þess bandaríska hefðu pirrað sig. „Hann hefur verið besti kylfingur heims undanfarin ár. En það var óþarfi að núa mér því um nasir að ég hafi ekki unnið risamót í dágóðan tíma.“ McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hann vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Þrátt fyrir að vera fúll yfir ummælum Koepka ítrekaði McIlroy að þeim væri vel til vina. „Ég elska Brooks. Hann er frábær náungi og mikill keppnismaður eins og við allir,“ sagði McIlroy. Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segir að það hafi verið óþarfi hjá Brooks Koepka, efsta manni heimslistans, að minna sig á hversu lengi hann hafi þurft að bíða eftir sigri á risamóti. Í síðustu viku sagði Koepka að hann teldi McIlroy ekki lengur vera sinn höfuðandstæðing þar sem hann hefði ekki unnið risamót í fimm ár. „Þetta var ekki rangt hjá Brooks,“ sagði McIlroy í viðtali við GOLF TV. Hann viðurkenndi þó að ummæli þess bandaríska hefðu pirrað sig. „Hann hefur verið besti kylfingur heims undanfarin ár. En það var óþarfi að núa mér því um nasir að ég hafi ekki unnið risamót í dágóðan tíma.“ McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hann vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Þrátt fyrir að vera fúll yfir ummælum Koepka ítrekaði McIlroy að þeim væri vel til vina. „Ég elska Brooks. Hann er frábær náungi og mikill keppnismaður eins og við allir,“ sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira