Ástralskir fjölmiðlar mótmæla leyndarhyggju Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 11:14 Helstu fjölmiðlafyrirtæki Ástralíu tóku höndum saman til að mótmæla leyndarhyggju stjórnvalda. Vísir/EPA Forsíður ástralskra dagblaða voru „ritskoðaðar“ í morgun. Um var að ræða táknræn mótmæli helstu fjölmiðla landsins gegn umdeildum þjóðaröryggislögum Ástralíu sem fréttamenn segja að hafi múlbundið þá og skapað leyndarhyggju í landinu. Búið var að sverta út meirihluta texta á forsíðum dagblaða eins og Daily Telegraph og Sydney Morning Herald í morgun. Þar var einnig rauður stimpill sem á stóð „leyndarmál“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með þessu vildu fjölmiðlarnir mótmæla hertum lögum sem þeir telja ógna rannsóknarblaðamennsku og rétti almennings til upplýsinga. Þeir segja ennfremur að vernd uppljóstrara sé ábótavant og að ströng meiðyrðalöggjöf þaggi niður í fréttaflutningi. Mótmæli fjölmiðlanna má rekja til aðgerða ástralskra yfirvalda gegn opinbera fjölmiðlinum ABC og News Corp í sumar. Lögreglumenn gerðu þá húsleitir í höfuðstöðvum ABC og á heimili blaðamanns News Corp. Fjölmiðlar héldu því fram að húsleitirnar hefðu verið gerðar vegna þess að þeir höfðu birt greinar upp úr upplýsingum uppljóstrara, þar á meðal um ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna. „Ástralía á það á hættu að verða leynilegasta lýðræðisríki heimsins,“ sagði David Anderson, forstjóri ABC, vegna mótmælanna í dag. Michael Miller, formaður framkvæmdastjórnar News Corp, tísti mynd með forsíðum dagblaðanna í dag og hvatti Ástrala til að spyrja sig hvað stjórnvöld vildu fela fyrir þeim. Ástralska ríkisstjórnin sagði í gær að mögulega yrðu þrír blaðamenn ákærðir í kjölfar húsleitanna í sumar. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði fjölmiðlafrelsi mikilvægt lýðræðinu en að halda yrði uppi lögum og reglum.Every time a government imposes new restrictions on what journalists can report, Australians should ask: 'What are they trying to hide from me?' - Why I've taken a stand against increasing government secrecy in Australia https://t.co/BQek4KvKyB #righttoknow pic.twitter.com/cpXJEvz7pj— Michael Miller (@michaelmillerau) October 20, 2019 Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Forsíður ástralskra dagblaða voru „ritskoðaðar“ í morgun. Um var að ræða táknræn mótmæli helstu fjölmiðla landsins gegn umdeildum þjóðaröryggislögum Ástralíu sem fréttamenn segja að hafi múlbundið þá og skapað leyndarhyggju í landinu. Búið var að sverta út meirihluta texta á forsíðum dagblaða eins og Daily Telegraph og Sydney Morning Herald í morgun. Þar var einnig rauður stimpill sem á stóð „leyndarmál“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með þessu vildu fjölmiðlarnir mótmæla hertum lögum sem þeir telja ógna rannsóknarblaðamennsku og rétti almennings til upplýsinga. Þeir segja ennfremur að vernd uppljóstrara sé ábótavant og að ströng meiðyrðalöggjöf þaggi niður í fréttaflutningi. Mótmæli fjölmiðlanna má rekja til aðgerða ástralskra yfirvalda gegn opinbera fjölmiðlinum ABC og News Corp í sumar. Lögreglumenn gerðu þá húsleitir í höfuðstöðvum ABC og á heimili blaðamanns News Corp. Fjölmiðlar héldu því fram að húsleitirnar hefðu verið gerðar vegna þess að þeir höfðu birt greinar upp úr upplýsingum uppljóstrara, þar á meðal um ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna. „Ástralía á það á hættu að verða leynilegasta lýðræðisríki heimsins,“ sagði David Anderson, forstjóri ABC, vegna mótmælanna í dag. Michael Miller, formaður framkvæmdastjórnar News Corp, tísti mynd með forsíðum dagblaðanna í dag og hvatti Ástrala til að spyrja sig hvað stjórnvöld vildu fela fyrir þeim. Ástralska ríkisstjórnin sagði í gær að mögulega yrðu þrír blaðamenn ákærðir í kjölfar húsleitanna í sumar. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði fjölmiðlafrelsi mikilvægt lýðræðinu en að halda yrði uppi lögum og reglum.Every time a government imposes new restrictions on what journalists can report, Australians should ask: 'What are they trying to hide from me?' - Why I've taken a stand against increasing government secrecy in Australia https://t.co/BQek4KvKyB #righttoknow pic.twitter.com/cpXJEvz7pj— Michael Miller (@michaelmillerau) October 20, 2019
Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01