Golf

Tiger Woods á undan áætlun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er létt yfir Tiger Woods þessa dagana.
Það er létt yfir Tiger Woods þessa dagana. Getty/Richard Heathcote
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ánægður með hvernig endurhæfingin hans gengur eftir skurðaðgerðina sem hann gekkst undir í ágúst.

Tiger Woods segist vera á undan áætlun en hann fór í aðgerð á hné.

Tiger er í tíunda sæti á heimslistanum en með sigri sínum á Mastersmótinu í apríl síðastliðnum þá endaði hann ellefu ára bið eftir risatitli.

Tiger Woods er nú staddur í Japan þar sem hann mun spila á ZOZO meistaramótinu um næstu helgi.







„Ég er líklega viku á undan áætlun. Það er gott að geta aftur beygt mig niður til að lesa púttin,“ sagði Tiger.

„Tímabilið mitt endaði aðeins fyrr en áætlað var. Ég fór snemma í aðgerðina og komst með því fyrr af stað á ný,“ sagði Tiger.

Tiger Woods ætlar líka að keppa á Hero World Challenge mótinu í desember og svo verður hann fyrirliði bandaríska landsliðsins í Forsetabikarnum sem fer fram um miðjan jólamánuðinn.

„Ég er orðinn vongóður um að spila þetta mót, spila á Hero á mótinu og spila á Forsetabikarnum í Ástralíu. Það leit ekki út fyrir það um mitt árið,“ sagði Tiger.  

Forsetabikarinn fer fram í Ástralíu og hefst í Melbourne 13. desember. Þar mætir bandaríska landsliðið Alþjóðaliðinu sem er undir stjórn Ernie Els.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×