Tiger Woods á undan áætlun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 13:30 Það er létt yfir Tiger Woods þessa dagana. Getty/Richard Heathcote Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ánægður með hvernig endurhæfingin hans gengur eftir skurðaðgerðina sem hann gekkst undir í ágúst. Tiger Woods segist vera á undan áætlun en hann fór í aðgerð á hné. Tiger er í tíunda sæti á heimslistanum en með sigri sínum á Mastersmótinu í apríl síðastliðnum þá endaði hann ellefu ára bið eftir risatitli. Tiger Woods er nú staddur í Japan þar sem hann mun spila á ZOZO meistaramótinu um næstu helgi.Tiger Woods said his return to full fitness is ahead of schedule as he recovers from a knee operation. More here https://t.co/aWCXvLXzU2pic.twitter.com/IG1Y5y8yaW — BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2019 „Ég er líklega viku á undan áætlun. Það er gott að geta aftur beygt mig niður til að lesa púttin,“ sagði Tiger. „Tímabilið mitt endaði aðeins fyrr en áætlað var. Ég fór snemma í aðgerðina og komst með því fyrr af stað á ný,“ sagði Tiger. Tiger Woods ætlar líka að keppa á Hero World Challenge mótinu í desember og svo verður hann fyrirliði bandaríska landsliðsins í Forsetabikarnum sem fer fram um miðjan jólamánuðinn. „Ég er orðinn vongóður um að spila þetta mót, spila á Hero á mótinu og spila á Forsetabikarnum í Ástralíu. Það leit ekki út fyrir það um mitt árið,“ sagði Tiger. Forsetabikarinn fer fram í Ástralíu og hefst í Melbourne 13. desember. Þar mætir bandaríska landsliðið Alþjóðaliðinu sem er undir stjórn Ernie Els. Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ánægður með hvernig endurhæfingin hans gengur eftir skurðaðgerðina sem hann gekkst undir í ágúst. Tiger Woods segist vera á undan áætlun en hann fór í aðgerð á hné. Tiger er í tíunda sæti á heimslistanum en með sigri sínum á Mastersmótinu í apríl síðastliðnum þá endaði hann ellefu ára bið eftir risatitli. Tiger Woods er nú staddur í Japan þar sem hann mun spila á ZOZO meistaramótinu um næstu helgi.Tiger Woods said his return to full fitness is ahead of schedule as he recovers from a knee operation. More here https://t.co/aWCXvLXzU2pic.twitter.com/IG1Y5y8yaW — BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2019 „Ég er líklega viku á undan áætlun. Það er gott að geta aftur beygt mig niður til að lesa púttin,“ sagði Tiger. „Tímabilið mitt endaði aðeins fyrr en áætlað var. Ég fór snemma í aðgerðina og komst með því fyrr af stað á ný,“ sagði Tiger. Tiger Woods ætlar líka að keppa á Hero World Challenge mótinu í desember og svo verður hann fyrirliði bandaríska landsliðsins í Forsetabikarnum sem fer fram um miðjan jólamánuðinn. „Ég er orðinn vongóður um að spila þetta mót, spila á Hero á mótinu og spila á Forsetabikarnum í Ástralíu. Það leit ekki út fyrir það um mitt árið,“ sagði Tiger. Forsetabikarinn fer fram í Ástralíu og hefst í Melbourne 13. desember. Þar mætir bandaríska landsliðið Alþjóðaliðinu sem er undir stjórn Ernie Els.
Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira