Sannir aðdáendur, miðaldra konur og Hnetan upp á tíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2019 10:00 Herra Hnetusmjör á tónleikunum í Gamla bíói á föstudag. vísir/skh Fyrir um það bil ári fór ég með tveimur vinkonum mínum á ekkert minna en epíska tónleika Friðriks Dórs Jónssonar. Síðastliðið föstudagskvöld var komið að „rematch“ hjá okkur þremur nema í þetta skiptið var það ekki Hafnfirðingur heldur KópBoi sem við fórum að sjá. Það skal tekið fram að í samhengi þessara tónleika erum við vinkonurnar miðaldra; tvær 35 ára og ein korter í 35. Við vorum því undir það búnar að labba út eftir korter ef þetta yrði of vandræðalegt en til þess að gera söguna stutta þá héldum við út alla tónleikana og það ekki að ástæðulausu. Að konserti loknum átti ég varla orð yfir það hvað mér fannst gaman. Þetta var líka svo mikið fyrir seðilinn: 3.900 krónur fyrir marga af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Ég meina, ég er að borga meira en tvöfalt þetta fyrir mest miðaldradæmi desembermánaðar: jólatónleika Baggalúts.Klippa: Herra Hnetusmjör - KeyraFrístundaheimili og útprentaðir miðar Ég var sem sagt með vinkonum mínum á tónleikum Herra Hnetusmjörs í Gamla bíói. Við vorum eitt prósent af þeim átta prósentum þarna inni sem voru yfir þrítugu; fyrsta manneskjan sem ég spottaði var strákur sem var hjá mér á frístundaheimili fyrir um tólf árum síðan. Ætli hann hafi ekki haldið að hann væri að sjá ofsjónir, greyið. „Reality checkið“ kom samt nokkrum mínútum fyrr þegar við vorum einar af fáum tónleikagestum sem voru ekki spurðir um skilríki því það að vera með útprentaða miða gefur það einfaldlega til kynna að þú sért gömul. Við vorum þar af leiðandi í nettu kasti yfir því hvað við vorum illa „misplaced“ en það rann fljótt af okkur þegar stjarna kvöldsins byrjaði nánast á slaginu 22:20. Við eldra fólkið kunnum að meta stundvísi, þið vitið. Prógrammið var keyrt í gang með Keyra og var svo keyrt þétt áfram ásamt gestunum Huginn, Joe Frazier og Emmsjé Gauta. Tónleikagestir tóku vel undir í lögunum Sorry mamma, Ár eftir ár og Þetta má og sannir aðdáendur létu ekki sitt eftir liggja í Vinna sem Herrann tileinkaði kærustunni Söru. Eitt óútgefið lag fékk meira að segja að hljóma en það stoppaði ekki aðdáendurna í að taka undir eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar.Hin fullkomna blanda, Herra Hnetusmjör og Frikki Dór.vísir/skhSjöundi himinn og rugluð lokasena Ég var síðan að bíða á barnum eftir einum drykk þegar minn allra besti Frikki Dór steig á svið í laginu Labbilabb. Nei, þið skiljið ekki þetta himnaríki. Herra Hnetusmjör og Frikki Dór er hin fullkomna blanda. Ég fór næstum því að grenja og svo þegar Hnetan tók pásu, Frikki stóð einn á sviðinu og hlóð í Hlið við hlið þá var ég í sjöunda himni. Eftir þennan draum var það svo bara dúndrandi partý og gestirnir ekki af verri endanum. Birnir og Já, ég veit. Allt krúið og Joey Cypher. Club Dub og Aquaman (já, ég söng með þessu hræðilega lagi eins og allir hinir unglingarnir - svo mikil var stemningin!). Lokasenan var síðan rugluð. Ég er ekki viss um að ég muni þetta í réttri röð en við erum að tala um lögin Vitleysan eins, Klakar, Vangaveltur, Hetjan og Upp til hópa. Eina lagið sem ég saknaði var eitt af mínum uppáhalds, Spurðu um mig, auk þess sem ég kalla eftir slagara frá Herranum og Auði. Ég er viss um að það yrði einhvers konar kirsuber á þessa tertu sem katalógur Árna Páls Árnasonar er nú þegar orðinn. Það vilja margir spila leikinn en af því tónlistarfólki sem mannar rappsenuna í dag eru fáir, ef nokkrir, sem komast með tærnar þar sem Herra Hnetusmjör hefur hælana. Hann er upp á tíu. Vonandi verður hann leynigestur hjá Baggalút í desember. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Fyrir um það bil ári fór ég með tveimur vinkonum mínum á ekkert minna en epíska tónleika Friðriks Dórs Jónssonar. Síðastliðið föstudagskvöld var komið að „rematch“ hjá okkur þremur nema í þetta skiptið var það ekki Hafnfirðingur heldur KópBoi sem við fórum að sjá. Það skal tekið fram að í samhengi þessara tónleika erum við vinkonurnar miðaldra; tvær 35 ára og ein korter í 35. Við vorum því undir það búnar að labba út eftir korter ef þetta yrði of vandræðalegt en til þess að gera söguna stutta þá héldum við út alla tónleikana og það ekki að ástæðulausu. Að konserti loknum átti ég varla orð yfir það hvað mér fannst gaman. Þetta var líka svo mikið fyrir seðilinn: 3.900 krónur fyrir marga af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Ég meina, ég er að borga meira en tvöfalt þetta fyrir mest miðaldradæmi desembermánaðar: jólatónleika Baggalúts.Klippa: Herra Hnetusmjör - KeyraFrístundaheimili og útprentaðir miðar Ég var sem sagt með vinkonum mínum á tónleikum Herra Hnetusmjörs í Gamla bíói. Við vorum eitt prósent af þeim átta prósentum þarna inni sem voru yfir þrítugu; fyrsta manneskjan sem ég spottaði var strákur sem var hjá mér á frístundaheimili fyrir um tólf árum síðan. Ætli hann hafi ekki haldið að hann væri að sjá ofsjónir, greyið. „Reality checkið“ kom samt nokkrum mínútum fyrr þegar við vorum einar af fáum tónleikagestum sem voru ekki spurðir um skilríki því það að vera með útprentaða miða gefur það einfaldlega til kynna að þú sért gömul. Við vorum þar af leiðandi í nettu kasti yfir því hvað við vorum illa „misplaced“ en það rann fljótt af okkur þegar stjarna kvöldsins byrjaði nánast á slaginu 22:20. Við eldra fólkið kunnum að meta stundvísi, þið vitið. Prógrammið var keyrt í gang með Keyra og var svo keyrt þétt áfram ásamt gestunum Huginn, Joe Frazier og Emmsjé Gauta. Tónleikagestir tóku vel undir í lögunum Sorry mamma, Ár eftir ár og Þetta má og sannir aðdáendur létu ekki sitt eftir liggja í Vinna sem Herrann tileinkaði kærustunni Söru. Eitt óútgefið lag fékk meira að segja að hljóma en það stoppaði ekki aðdáendurna í að taka undir eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar.Hin fullkomna blanda, Herra Hnetusmjör og Frikki Dór.vísir/skhSjöundi himinn og rugluð lokasena Ég var síðan að bíða á barnum eftir einum drykk þegar minn allra besti Frikki Dór steig á svið í laginu Labbilabb. Nei, þið skiljið ekki þetta himnaríki. Herra Hnetusmjör og Frikki Dór er hin fullkomna blanda. Ég fór næstum því að grenja og svo þegar Hnetan tók pásu, Frikki stóð einn á sviðinu og hlóð í Hlið við hlið þá var ég í sjöunda himni. Eftir þennan draum var það svo bara dúndrandi partý og gestirnir ekki af verri endanum. Birnir og Já, ég veit. Allt krúið og Joey Cypher. Club Dub og Aquaman (já, ég söng með þessu hræðilega lagi eins og allir hinir unglingarnir - svo mikil var stemningin!). Lokasenan var síðan rugluð. Ég er ekki viss um að ég muni þetta í réttri röð en við erum að tala um lögin Vitleysan eins, Klakar, Vangaveltur, Hetjan og Upp til hópa. Eina lagið sem ég saknaði var eitt af mínum uppáhalds, Spurðu um mig, auk þess sem ég kalla eftir slagara frá Herranum og Auði. Ég er viss um að það yrði einhvers konar kirsuber á þessa tertu sem katalógur Árna Páls Árnasonar er nú þegar orðinn. Það vilja margir spila leikinn en af því tónlistarfólki sem mannar rappsenuna í dag eru fáir, ef nokkrir, sem komast með tærnar þar sem Herra Hnetusmjör hefur hælana. Hann er upp á tíu. Vonandi verður hann leynigestur hjá Baggalút í desember.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira