Norðanvert landið gæti breyst í vetrarríki í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 18:30 Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“ Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“
Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira