Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 19:30 Stjórn Reykjalundar vinnur nú að því að lægja öldurnar. vísir/vilhelm Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. Alls hafa tíu læknar sagt upp á Reykjalundi og verður leitast við að manna störfin með góðum fyrirvara. Vona stjórnendur að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. „Stjórnendur Reykjalundar hafa nú svarað spurningum þeim sem stofnuninni bárust með bréfum frá Sjúkratryggingum Íslands annars vegar og Embætti landlæknis hins vegar,“ segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar kemur fram að SÍBS hafi í vikunni uppfyllt skilyrðin sem Herdís Gunnarsdóttir setti þegar hún tók tímabundið að sér starf forstjóra Reykjalundar. Skilyrðin voru í fyrsta lagi að starf forstjóra yrði auglýst strax og í öðru lagi að stjórn SÍBS skipti sér ekki af daglegum rekstri Reykjalundar. „Nú liggur fyrir að starf forstjóra verði auglýst um helgina og sérstök hæfisnefnd muni annast ráðningu hans. Þá mun ný þriggja manna starfsstjórn yfir Reykjalund taka til starfa og vinna tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar.“Vilja lægja öldurnar Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Nokkrir læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, Í tilkynningunni segir að markmiðið með þessum aðgerðum sé að með öruggum skrefum lægja öldurnar á Reykjalundi og bregðast við óskum sem fram hafa komið um aukið sjálfstæði starfseminnar til framtíðar. „Í ítarlegum svörum við bréfum Embættis Landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að níu læknar hafi sagt upp störfum sérstaklega í tengslum við þau mál sem komið hafa upp á Reykjalundi að undanförnu. Tíundi læknirinn hafði sagt upp í sumar af ótengdum ástæðum. Hluti læknanna, sem sagt hafa upp, hyggst vinna á uppsagnarfresti.“ Leitast verður við að manna störfin með góðum fyrirvara en jafnframt er vonast til þess að einhverjir læknanna muni endurskoða afstöðu sína. „Einnig kom fram í svarbréfum Reykjalundar til Sjúkratrygginga og Embættis landlæknis að ekki sé búist við því að þörf verði á að draga úr innköllunum eða skerða þjónustu við sjúklinga á næstunni. Þá kom fram að stjórnendur séu búnir að eiga fundi með öllum faghópum heilbrigðisstarfsmanna á Reykjalundi. Enn eigi eftir að ræða við nokkra hópa annarra starfsmanna. Tilgangur fundanna hefur verið upplýsingamiðlun og að fara yfir mönnunarmál.“ Sérstök verkefnaáætlun hefur verið sett af stað innanhúss í kringum brýnustu verkefni næstu vikna. „Þá hafa starfsmenn verið skipaðir í vinnuhópa um faglega þjónustu og þjónustusamning Reykjalundar annars vegar og stjórnun og skipulag stofnunarinnar hins vegar. Vonast er til að sú vinna muni ganga hratt og vel.“ Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. Alls hafa tíu læknar sagt upp á Reykjalundi og verður leitast við að manna störfin með góðum fyrirvara. Vona stjórnendur að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. „Stjórnendur Reykjalundar hafa nú svarað spurningum þeim sem stofnuninni bárust með bréfum frá Sjúkratryggingum Íslands annars vegar og Embætti landlæknis hins vegar,“ segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar kemur fram að SÍBS hafi í vikunni uppfyllt skilyrðin sem Herdís Gunnarsdóttir setti þegar hún tók tímabundið að sér starf forstjóra Reykjalundar. Skilyrðin voru í fyrsta lagi að starf forstjóra yrði auglýst strax og í öðru lagi að stjórn SÍBS skipti sér ekki af daglegum rekstri Reykjalundar. „Nú liggur fyrir að starf forstjóra verði auglýst um helgina og sérstök hæfisnefnd muni annast ráðningu hans. Þá mun ný þriggja manna starfsstjórn yfir Reykjalund taka til starfa og vinna tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar.“Vilja lægja öldurnar Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Nokkrir læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, Í tilkynningunni segir að markmiðið með þessum aðgerðum sé að með öruggum skrefum lægja öldurnar á Reykjalundi og bregðast við óskum sem fram hafa komið um aukið sjálfstæði starfseminnar til framtíðar. „Í ítarlegum svörum við bréfum Embættis Landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að níu læknar hafi sagt upp störfum sérstaklega í tengslum við þau mál sem komið hafa upp á Reykjalundi að undanförnu. Tíundi læknirinn hafði sagt upp í sumar af ótengdum ástæðum. Hluti læknanna, sem sagt hafa upp, hyggst vinna á uppsagnarfresti.“ Leitast verður við að manna störfin með góðum fyrirvara en jafnframt er vonast til þess að einhverjir læknanna muni endurskoða afstöðu sína. „Einnig kom fram í svarbréfum Reykjalundar til Sjúkratrygginga og Embættis landlæknis að ekki sé búist við því að þörf verði á að draga úr innköllunum eða skerða þjónustu við sjúklinga á næstunni. Þá kom fram að stjórnendur séu búnir að eiga fundi með öllum faghópum heilbrigðisstarfsmanna á Reykjalundi. Enn eigi eftir að ræða við nokkra hópa annarra starfsmanna. Tilgangur fundanna hefur verið upplýsingamiðlun og að fara yfir mönnunarmál.“ Sérstök verkefnaáætlun hefur verið sett af stað innanhúss í kringum brýnustu verkefni næstu vikna. „Þá hafa starfsmenn verið skipaðir í vinnuhópa um faglega þjónustu og þjónustusamning Reykjalundar annars vegar og stjórnun og skipulag stofnunarinnar hins vegar. Vonast er til að sú vinna muni ganga hratt og vel.“
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27