Sport

Í beinni í dag: Sex tíma körfu­bolta­veisla, enskur fót­bolti og golf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stjarnan og Grindavík verða bæði í eldlínunni í kvöld.
Stjarnan og Grindavík verða bæði í eldlínunni í kvöld. vísir/bára
Það er líflegur föstudagur framundan á sportrásum Stöðvar 2 en í kvöld er hægt að horfa á körfubolta, fótbolta og golf.

Klukkan 16.30 sýnir Stöð 2 Sport frá Bermúda-meistaramótinu en síðar í nótt verður svo bæði sýnt frá HSCBC meistaramótinu sem og LPGA-mótaröðinni, þeirra sterkustu í heimi.

Fimmtu umferðinni í Dominos-deild karla lýkur svo með tveimur leikjum en báðir verða þeir í beinni útsendingu í kvöld. Fyrri leikurinn er í Dalhúsum þar sem Fjölnir og Grindavík eigast við en bæði lið eru með tvö stig.

Það er svo stórleikur í Njarðvík þar sem heimamenn fáu stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í heimsókn en bæði lið hafa verið í nokkrum vandræðum það sem af er leiktíð. Stjarnan er með fjögur stig en Njarðvík einungis tvö.

Domino’s Körfuboltakvöld er svo á sínum stað klukkan 22.10 þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans gera upp umferðina, bæði karla- og kvennamegin. Föstudagsskemmtun sem klikkar aldrei.

Fyrir þá sem vilja sinn skammt af fótbolta er ekkert að örvænta því það verður alvöru B-deildarslagur klukkan 19.40 er Barnsley og Bristol mætast. Barnsley er á botninum en Bristol í því sjötta.

Dagskrá dagsins sem og komandi daga má auðvitað sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:

16.30 Bermuda meistaramótið (Stöð 2 Golf)

18.20 Fjölnir - Grindavík (Stöð 2 Sport)

19.40 Barnsley - Bristol (Stöð 2 Sport 2)

20.10 Njarðvík - Stjarnan (Stöð 2 Sport)

22.10 Dominos Körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport)

02.30 HSBC meistaramótið (Stöð 2 Sport)

04.00 LPGA meistaramótið (Stöð 2 Sport 4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×