Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2019 18:45 Nokkuð líklegt er að útgöngumálið verði til umræðu í kosningabaráttunni. AP/Kirsty Wigglesworth Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“ Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira