Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2019 18:45 Nokkuð líklegt er að útgöngumálið verði til umræðu í kosningabaráttunni. AP/Kirsty Wigglesworth Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“ Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira