Heyrir til undantekninga að konur hér á landi gangi með börn lengur en í 42 vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2019 08:30 Anna Sigríður Vernharðsdóttir segir algengast að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. vísir Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira
Það heyrir til undantekninga hér á landi að konur gangi með börn lengur en í 42 vikur. Þetta segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans, í samtali við Vísi. Rannsókn sem gerð var á óléttum konum í Svíþjóð sem gengið höfðu fram yfir var hætt fyrir um ári síðan eftir að sex börn dóu. Börnin áttu það öll sameiginlegt að mæður þeirra voru settar af stað við upphaf 43. viku, það er á 42+0 (sjá nánar um rannsóknina hér). Rannsóknin tók til kvenna þar sem ekki var um áhættumeðgöngu að ræða. Fjallað var um rannsóknina á Vísi fyrr í vikunni. Anna Sigríður segir Landspítalann með langan lista af ábendingum fyrir gangsetningu eða það sem einnig er kallað framköllun fæðingar. Meðgöngulengd er þar einn þáttur. „Þá er meðgöngulengd 41 til 42 vikur, það er 41+0 til 42+0. Þannig að samkvæmt okkar verklagi eru konur aldrei að fara inn í viku 43 nema einstaka kona hefur gert það að eigin ósk og er þá í mjög þéttu eftirliti á þeim tíma,“ segir Anna Sigríður.Algengast að konur séu settar af stað á 42. viku Algengast sé að konur séu settar af stað á bilinu 41+3 til 41+5, það er á 42. viku. Þá er gengið með barnið í 41 viku plús þrjá til fimm daga. Anna Sigríður segir þó að það sé stundum erfitt að koma öllum konum í gangsetningu og þá sé það einstaka sinnum dregið að 42+0. „Og það er alveg rammi sem hingað til hefur verið talinn öruggur,“ segir hún. Í einstaka tilfellum geti gangsetningarferlið síðan tekið einn til tvo daga og þá sé konan að fæða barnið á 42+1 eða tveir dagar. „En þá eru þær líka hérna hjá okkur í eftirliti allan tímann. Þetta gerist alveg en hjá mjög fáum konum.“ Anna Sigríður segir starfsmenn á Landspítalanum bíða eftir því að sjá rannsóknina sjálfa sem vísað var til hér í upphafi og niðurstöður hennar en þær hafa ekki enn verið birtar opinberlega. „Við öndum alveg rólega yfir þessari frétt af því að við teljum okkur líka vera með mjög góð viðmið. Svo munum við auðvitað kynna okkur þessa rannsókn þegar hún kemur út og skoða hana vel,“ segir Anna Sigríður.Uppfært klukkan 10:43 með nákvæmari upplýsingum um framkvæmd rannsóknarinnar í Svíþjóð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira
Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. 28. október 2019 13:30