Vill vara við því að fangar séu smánaðir í fjölmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 11:45 Lilja Katrín ritstjóri tók skellinn, Ágúst Borgþór skrifaði fréttina en Páll fagnar því að slegið sé á putta DV. „Já, ég er sáttur að fjallað sé um mörk umfjöllunar um skjólstæðinga stofnunarinnar og aðstandendur þeirra,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Páll segist hins vegar gera sér fulla grein fyrir því að þetta ekki einfalt mál.Í vikunni úrskurðaði siðanefnd Blaðamannafélags Íslands í máli sem snýr að skjólstæðingi stofnunarinnar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst hins vegar ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Í andsvari sínu sögðu kærðu að Lilja Katrín tæki á sig fulla ábyrgð á fréttinni.Varhugavert að hundelta fanga Páll segir það afar mikilvægt að fangar verði ekki fyrir smánun í fjölmiðlum en samfélagið verði að gera það upp við sig hvernig það ætli að taka á móti brotamönnum að lokinni afplánun. Sjálfs sín vegna því það að hundelta þá auki líkur á endurteknum brotum.Páll Winkel segir opinbera háðung eða niðurlæging ekki æskilega leið til að auka öryggi í samfélaginu nema síður sé.fbl/anton brink„Það má sitthvað segja um svona mál þar sem fangar og jafnvel aðstandendur eru nafngreindir og gerð grein fyrir búsetu og öðru sem tengist með einhverjum hætti einstaklingum sem eru að ljúka úttekt á refsingu sinni eða hafa gert það að fullu,“ segir Páll. Hann segir eitt mikilvægasta atriðið í að draga úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun sé að gera allt sem mögulegt er til að draga úr félagslegri einangrun.Að auka líkur á endurteknum brotum „Einstaklingar sem hundeltir eru að lokinni afplánun og fjallað um allt sem þeir gera í samfélaginu getur dregið úr líkum á að þeir geti tekið þátt í samfélaginu með eðlilegum hætti og þannig aukið líkur á endurteknum brotum. Áhugi á vitneskju um fyrrum fanga er mismikil og ég get skilið að samfélagið kalli eftir auknu eftirliti með einstaklingum sem framið hafa tiltekin brot eða teljast hættulegir á annan hátt,“ segir fangelsismálastjóri. Hann kannast alveg við að málið sé ekki klippt og skorið. Fjölmiðlar hljóti að vilja segja af hverju eina og þeir bera ekki ábyrgð á lesendum sínum né er það þeirra að hafa vit fyrir þeim. Þeir séu hvorki dómsstól né refsivald og þannig ber að fjalla um þá.Brot DV var af siðanefnd BÍ talið alvarlegt.visir/vilhelm„En ef það á að breyta núverandi fyrirkomulagi tel ég réttast að löggjafinn móti þær reglur og að stjórnvöld tryggi nauðsynlegt öryggi borgara landsins.“Gapastokkur og skrílmennska Páll segir eftirlit með hegðan tiltekinna manna, búsetuúrræði og aðstoð eða þjónusta meðal þátta sem þarna gætu komið til skoðunar að hans mati.„Opinber háðung eða niðurlæging eða á annan hátt særandi umfjöllun um einstaklinga sem lokið hafa að afplána refsingu sína er að mínu mati ekki æskileg leið til að auka öryggi í samfélaginu og getur aukið hættu á endurteknum brotum. Aðhald fjölmiðla er þó alltaf nauðsynlegt í þessum efnum eins og öðrum og erfitt að draga fasta línu um hvernig skuli fjallað um einstök mál.“ Páll segir fjölmiðlamenn ekki öfundsverða að þurfa sífellt að meta þetta. Ofureinföldun sé að teikna þá upp sem annað hvort gapastokk eða að umfjöllun þeirra sé ígildi auglýsingar. Engum er greiði gerður með slíkri nálgun. En, þeir hljóti hins vegar að varast það eftir fremsta megni að ýta undir skrílmennsku ef minnsta hætta sé á slíku. Þá geti reynst varasamt að rugla saman hugmyndum um hvernig samfélagið ætli að taka á móti föngum að lokinni afplánun og umræðu um hvort þyngd refsinga séu í takti við siðferðisvitund þjóðarinnar. „Fjölmiðlar endurspegla það sem er að gerast í samfélaginu,“ segir Páll. „Aðalatriðið í þessu hjá mér er bara að þessi umfjöllun getur skemmt fyrir öðrum markmiðum. Og að því þarf að gæta.“ Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. 29. október 2019 22:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
„Já, ég er sáttur að fjallað sé um mörk umfjöllunar um skjólstæðinga stofnunarinnar og aðstandendur þeirra,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Páll segist hins vegar gera sér fulla grein fyrir því að þetta ekki einfalt mál.Í vikunni úrskurðaði siðanefnd Blaðamannafélags Íslands í máli sem snýr að skjólstæðingi stofnunarinnar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst hins vegar ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Í andsvari sínu sögðu kærðu að Lilja Katrín tæki á sig fulla ábyrgð á fréttinni.Varhugavert að hundelta fanga Páll segir það afar mikilvægt að fangar verði ekki fyrir smánun í fjölmiðlum en samfélagið verði að gera það upp við sig hvernig það ætli að taka á móti brotamönnum að lokinni afplánun. Sjálfs sín vegna því það að hundelta þá auki líkur á endurteknum brotum.Páll Winkel segir opinbera háðung eða niðurlæging ekki æskilega leið til að auka öryggi í samfélaginu nema síður sé.fbl/anton brink„Það má sitthvað segja um svona mál þar sem fangar og jafnvel aðstandendur eru nafngreindir og gerð grein fyrir búsetu og öðru sem tengist með einhverjum hætti einstaklingum sem eru að ljúka úttekt á refsingu sinni eða hafa gert það að fullu,“ segir Páll. Hann segir eitt mikilvægasta atriðið í að draga úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun sé að gera allt sem mögulegt er til að draga úr félagslegri einangrun.Að auka líkur á endurteknum brotum „Einstaklingar sem hundeltir eru að lokinni afplánun og fjallað um allt sem þeir gera í samfélaginu getur dregið úr líkum á að þeir geti tekið þátt í samfélaginu með eðlilegum hætti og þannig aukið líkur á endurteknum brotum. Áhugi á vitneskju um fyrrum fanga er mismikil og ég get skilið að samfélagið kalli eftir auknu eftirliti með einstaklingum sem framið hafa tiltekin brot eða teljast hættulegir á annan hátt,“ segir fangelsismálastjóri. Hann kannast alveg við að málið sé ekki klippt og skorið. Fjölmiðlar hljóti að vilja segja af hverju eina og þeir bera ekki ábyrgð á lesendum sínum né er það þeirra að hafa vit fyrir þeim. Þeir séu hvorki dómsstól né refsivald og þannig ber að fjalla um þá.Brot DV var af siðanefnd BÍ talið alvarlegt.visir/vilhelm„En ef það á að breyta núverandi fyrirkomulagi tel ég réttast að löggjafinn móti þær reglur og að stjórnvöld tryggi nauðsynlegt öryggi borgara landsins.“Gapastokkur og skrílmennska Páll segir eftirlit með hegðan tiltekinna manna, búsetuúrræði og aðstoð eða þjónusta meðal þátta sem þarna gætu komið til skoðunar að hans mati.„Opinber háðung eða niðurlæging eða á annan hátt særandi umfjöllun um einstaklinga sem lokið hafa að afplána refsingu sína er að mínu mati ekki æskileg leið til að auka öryggi í samfélaginu og getur aukið hættu á endurteknum brotum. Aðhald fjölmiðla er þó alltaf nauðsynlegt í þessum efnum eins og öðrum og erfitt að draga fasta línu um hvernig skuli fjallað um einstök mál.“ Páll segir fjölmiðlamenn ekki öfundsverða að þurfa sífellt að meta þetta. Ofureinföldun sé að teikna þá upp sem annað hvort gapastokk eða að umfjöllun þeirra sé ígildi auglýsingar. Engum er greiði gerður með slíkri nálgun. En, þeir hljóti hins vegar að varast það eftir fremsta megni að ýta undir skrílmennsku ef minnsta hætta sé á slíku. Þá geti reynst varasamt að rugla saman hugmyndum um hvernig samfélagið ætli að taka á móti föngum að lokinni afplánun og umræðu um hvort þyngd refsinga séu í takti við siðferðisvitund þjóðarinnar. „Fjölmiðlar endurspegla það sem er að gerast í samfélaginu,“ segir Páll. „Aðalatriðið í þessu hjá mér er bara að þessi umfjöllun getur skemmt fyrir öðrum markmiðum. Og að því þarf að gæta.“
Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. 29. október 2019 22:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. 29. október 2019 22:50