Stórbrotin aukaspyrna Rashford skaut United í átta liða úrslitin Anton Ingi Leifsson skrifar 30. október 2019 22:00 Rashford þrumar aukaspyrnunni í netið. vísir/getty Manchester United er komið í átta liða úrslit enska deildarbikarsins eftir 2-1 sigur á Chelsea í leik liðanna á Brúnni í kvöld. United komst yfir með marki úr vítaspyrnu. Þeir klúðruðu tveimur vítaspyrnum um helgina en Marcus Rashford steig á punktinn á 25. mínútu í leiknum í kvöld og skoraði. Þannig stóðu leikar allt þangað til á 61. mínútu er hinn belgíski Michy Batshuayi skoraði með sínu öðru marki á innan við viku. Hann skoraði sigurmark Chelsea gegn Ajax í síðustu viku. Sigurmarkið kom hins vegar United megin þegar um stundarfjórðungur var eftir en markið skoraði Rashford úr aukaspyrnu. Hún var algjörlega stórkostleg, upp í bláhornið. Lokatölur 2-1.2 - Manchester United have recorded back-to-back away wins at Chelsea for the first time since February 1998. Devilish. pic.twitter.com/3XoBFSJfiB — OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2019 Chelsea er því úr leik þetta árið í enska deildarbikarnum en United er komið áfram ásamt Liverpool, Everton, Leicester, Colchester, Man. City, Oxford og Aston Villa. Villa vann 2-1 sigur á Wolves í kvöld. Anwar El-Ghazi kom þeim yfir í fyrri hálfleik en á 54. mínútu jafnaði Patrick Cutrona. Ahmed El Mohamady skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar.Five times League Cup winners Aston Villa are through to the quarter-finals after edging past Wolves in the fourth round of the Carabao Cup. Match report https://t.co/R1tVxo59YRpic.twitter.com/CzlVZT7b5Y — BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2019 Enski boltinn
Manchester United er komið í átta liða úrslit enska deildarbikarsins eftir 2-1 sigur á Chelsea í leik liðanna á Brúnni í kvöld. United komst yfir með marki úr vítaspyrnu. Þeir klúðruðu tveimur vítaspyrnum um helgina en Marcus Rashford steig á punktinn á 25. mínútu í leiknum í kvöld og skoraði. Þannig stóðu leikar allt þangað til á 61. mínútu er hinn belgíski Michy Batshuayi skoraði með sínu öðru marki á innan við viku. Hann skoraði sigurmark Chelsea gegn Ajax í síðustu viku. Sigurmarkið kom hins vegar United megin þegar um stundarfjórðungur var eftir en markið skoraði Rashford úr aukaspyrnu. Hún var algjörlega stórkostleg, upp í bláhornið. Lokatölur 2-1.2 - Manchester United have recorded back-to-back away wins at Chelsea for the first time since February 1998. Devilish. pic.twitter.com/3XoBFSJfiB — OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2019 Chelsea er því úr leik þetta árið í enska deildarbikarnum en United er komið áfram ásamt Liverpool, Everton, Leicester, Colchester, Man. City, Oxford og Aston Villa. Villa vann 2-1 sigur á Wolves í kvöld. Anwar El-Ghazi kom þeim yfir í fyrri hálfleik en á 54. mínútu jafnaði Patrick Cutrona. Ahmed El Mohamady skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar.Five times League Cup winners Aston Villa are through to the quarter-finals after edging past Wolves in the fourth round of the Carabao Cup. Match report https://t.co/R1tVxo59YRpic.twitter.com/CzlVZT7b5Y — BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2019