Lítil stúlka í stað Krists Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. október 2019 08:00 Verk David Lang njóta vinsælda víða um heim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bandaríska tónskáldið David Lang er komið hingað til lands í tilefni þess að tvö verk eftir Lang verða flutt af söngvurum og hljóðfæraleikurum á tónleikum í Fríkirkjunni á föstudag, 1. nóvember, klukkan 20.00. Verkin eru Little Match Girl Passion og Death Speaks. Að tónleikum loknum mun Helgi Rafn Ingvarsson ræða við tónskáldið. Lang er margverðlaunað tónskáld og hlaut Pulitzer-verðlaunin í tónlist árið 2008 fyrir Little Match Girl Passion og geisladiskur með upptöku á verkinu hlaut Grammy-verðlaun. Efniviðinn sótti Lang í söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C. Andersen og Matteusarpassíu Johanns Sebastians Bach.Þjáningar barns „Bandaríkjamenn þekkja vel þessa sögu H.C. Andersen, sjálfur kynntist ég henni á barnsaldri,“ segir Lang. Forsaga verksins er sú að Carnegie Hall pantaði verk eftir Lang fyrir hinn fræga söngvara Paul Hillier. „Hillier hefur hljóðritað trúarlega klassíska tónlist um þjáningar Krists. Ég er ekki kristinn en mikill unnandi klassískrar tónlistar og Bach er uppáhalds tónskáldið mitt. Ég ákvað því að vinna með Matteusarpassíu hans. Þar er kjarninn sá að við eigum að skynja þjáningar Krists og breyta lífi okkar og verða betri manneskjur. Þetta er falleg hugmynd og ég hugsaði með mér að kannski væri hægt að ná fram sömu tilfinningu ef maður tæki Krist út og fjallaði um þjáningar einhverrar annarrar manneskju. Ég leitaði uppi sögur af þjáningum og dauðastríði fólks en ekkert gekk upp. Á síðustu stundu sagði konan mín: Hvað með litlu stúlkuna með eldspýturnar? Hún deyr hræðilegum dauðdaga. Ég prófaði það og það gekk upp. Þetta er mín tónlist en textinn er endurskrift mín á Bach-textanum og þýðing á sögu H. C. Andersen.“Pulitzer breytti ýmsu Seinna verkið sem flutt verður eftir Lang á tónleikunum er Death Speaks en þar talar dauðinn. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert hversu oft dauðinn er persóna í söngvum Franz Schubert og talar til manns. Í Dauðinn og stúlkan eftir Schubert syngur stúlkan um það hversu hrædd hún er við að deyja og Dauðinn segir: Vertu róleg, komdu með mér. Ég fór í gegnum öll lög Schuberts þar sem dauðinn kemur við sögu, safnaði þeim saman, þýddi og stytti eins og í Little Match Girl Passion.“ Aðspurður segir Lang að Pulitzer-verðlaunin hafi breytt mörgu í lífi hans. „Eins og allt tónlistarfólk vil ég vera tekinn alvarlega og njóta virðingar fyrir listsköpun. Þegar ég vann Pulitzer-verðlaunin varð ég allt í einu miðpunktur menningarlífsins og það hjálpaði mér mikið. Þetta var stórkostlegt.“ Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2015 fyrir tónlist sína við kvikmyndina Youth þar sem Michael Caine, Harvey Keitel og Jane Fonda voru í aðalhlutverkum. Hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. „Þetta var brjálæði, algjör sirkus en frábært,“ segir hann. „Þegar maður er tilnefndur fara kvikmyndaverin í auglýsingaherferð til að hjálpa manni að vinna. Heil hótelhæð var pöntuð, í einu herbergi var Jane Fonda, í öðru Mchael Caine, leikstjórinn í enn öðru og svo ég í einu. Maður sat þarna og á hálftíma fresti kom fjölmiðlamaður inn og maður svaraði spurningum. Þetta stóð yfir í heila viku og var kostulegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Bandaríska tónskáldið David Lang er komið hingað til lands í tilefni þess að tvö verk eftir Lang verða flutt af söngvurum og hljóðfæraleikurum á tónleikum í Fríkirkjunni á föstudag, 1. nóvember, klukkan 20.00. Verkin eru Little Match Girl Passion og Death Speaks. Að tónleikum loknum mun Helgi Rafn Ingvarsson ræða við tónskáldið. Lang er margverðlaunað tónskáld og hlaut Pulitzer-verðlaunin í tónlist árið 2008 fyrir Little Match Girl Passion og geisladiskur með upptöku á verkinu hlaut Grammy-verðlaun. Efniviðinn sótti Lang í söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C. Andersen og Matteusarpassíu Johanns Sebastians Bach.Þjáningar barns „Bandaríkjamenn þekkja vel þessa sögu H.C. Andersen, sjálfur kynntist ég henni á barnsaldri,“ segir Lang. Forsaga verksins er sú að Carnegie Hall pantaði verk eftir Lang fyrir hinn fræga söngvara Paul Hillier. „Hillier hefur hljóðritað trúarlega klassíska tónlist um þjáningar Krists. Ég er ekki kristinn en mikill unnandi klassískrar tónlistar og Bach er uppáhalds tónskáldið mitt. Ég ákvað því að vinna með Matteusarpassíu hans. Þar er kjarninn sá að við eigum að skynja þjáningar Krists og breyta lífi okkar og verða betri manneskjur. Þetta er falleg hugmynd og ég hugsaði með mér að kannski væri hægt að ná fram sömu tilfinningu ef maður tæki Krist út og fjallaði um þjáningar einhverrar annarrar manneskju. Ég leitaði uppi sögur af þjáningum og dauðastríði fólks en ekkert gekk upp. Á síðustu stundu sagði konan mín: Hvað með litlu stúlkuna með eldspýturnar? Hún deyr hræðilegum dauðdaga. Ég prófaði það og það gekk upp. Þetta er mín tónlist en textinn er endurskrift mín á Bach-textanum og þýðing á sögu H. C. Andersen.“Pulitzer breytti ýmsu Seinna verkið sem flutt verður eftir Lang á tónleikunum er Death Speaks en þar talar dauðinn. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert hversu oft dauðinn er persóna í söngvum Franz Schubert og talar til manns. Í Dauðinn og stúlkan eftir Schubert syngur stúlkan um það hversu hrædd hún er við að deyja og Dauðinn segir: Vertu róleg, komdu með mér. Ég fór í gegnum öll lög Schuberts þar sem dauðinn kemur við sögu, safnaði þeim saman, þýddi og stytti eins og í Little Match Girl Passion.“ Aðspurður segir Lang að Pulitzer-verðlaunin hafi breytt mörgu í lífi hans. „Eins og allt tónlistarfólk vil ég vera tekinn alvarlega og njóta virðingar fyrir listsköpun. Þegar ég vann Pulitzer-verðlaunin varð ég allt í einu miðpunktur menningarlífsins og það hjálpaði mér mikið. Þetta var stórkostlegt.“ Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2015 fyrir tónlist sína við kvikmyndina Youth þar sem Michael Caine, Harvey Keitel og Jane Fonda voru í aðalhlutverkum. Hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. „Þetta var brjálæði, algjör sirkus en frábært,“ segir hann. „Þegar maður er tilnefndur fara kvikmyndaverin í auglýsingaherferð til að hjálpa manni að vinna. Heil hótelhæð var pöntuð, í einu herbergi var Jane Fonda, í öðru Mchael Caine, leikstjórinn í enn öðru og svo ég í einu. Maður sat þarna og á hálftíma fresti kom fjölmiðlamaður inn og maður svaraði spurningum. Þetta stóð yfir í heila viku og var kostulegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira