„Mér leið eins og ég væri í bíómynd“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 13:00 Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir býr í New York og starfar fyrir fræga fyrirsætu. Samsett/úr einkasafni Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir er búsett í New York og starfar fyrir fyrirsætuna, leikkonuna og hönnuðinn Liyu Kebede. Í starfi sínu fær hún að taka þátt í spennandi verkefnum, nýta alla sína styrkleika og ferðast um heiminn. Kolbrún segir að hún sé að gera hluti í dag sem lítilli stelpu frá Íslandi hafi ekki getað órað um. „Ég sá starfið auglýst á netinu og eftir að hafa lesið starfslýsinguna vissi ég að starfið myndi henta mér mjög vel. Þar sem ég hef unnið áður sem aðstoðarmanneskja hjá sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og einnig fór ég í nám hér í tískumarkaðsfræði. Mér fannst þetta starf því vera fullkomin blanda fyrir mig.“ Þegar Kolbrún sá atvinnuauglýsinguna rak hún augun í að það var ekki tekið fram fyrir hvern hún myndi vinna. Hún lét það ekki stoppa sig enda hljómaði starfslýsingin mjög vel. „Fyrst fór ég í símaviðtal, svo viðtal í eigin persónu við þáverandi aðstoðarmanneskju, því næst í viðtal hjá framkvæmdastjóra fyrirtækisins hennar. Fjórða og síðasta viðtalið var svo Facetime viðtal við hana sjálfa an það er algengt í New York að fara í mörg viðtöl þar sem hópur umsækjanda minnkar í hvert sinn. Það er mikil samkeppni hér um störf og getur svona umsóknarferli tekið á.“Kolbrún Ýr segir að New York borg hafi svo sannarlega sína kosti og galla.úr einkasafniEin stærsta fyrirsæta í heimi Starfslýsingin var mjög opin en Kolbrún er titluð hennar „Executive Personal Assistant.“ „Sem þýðir að ég vinn fyrir yfirmann minn innan veggja fyrirtækisins sem og heimilisins, sem er mjög algengt hér. Fólk sem er svo upptekið eins og raun ber vitni þarf aðstoð við að halda utan um líf sitt í leik og starfi. Starfið er mjög fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi en sú sem ég vinn fyrir er ein stærsta fyrirsæta heims síðastliðin 20 ár. Ég er í samskiptum við alls konar fólk daglega og verkefnin eru jafn misjöfn og þau eru mörg.“ Kolbrún sinnir fjölbreyttum erindum alla daga ásamt því að versla, sinna markaðsmálum fyrirtækisins og halda utan um þétta dagskrá yfirmannsins. „Hún ferðast mjög mikið og er ég meðal annars í samskiptum við fólk á þeim módelskrifstofum sem hún er á samning hjá svo dæmi sé tekið.“Þakklát fyrir að fá að vera skapandi Það skemmtilegasta og óvæntasta við starfið er að fá að vera skapandi og sjálfstæð í hinum ýmsu verkefnum. „Hún fann strax að ég hafði auga fyrir stíliseringum, hvort sem er fatasamsetningum eða innanhússskreytingum. Svo hún hefur nýtt styrkleika mína í þessu starfi sem ég er mjög þakklát fyrir. Ég kann að meta að hún hefur leyft mér að vera mjög skapandi í mínu hlutverki. Ég hef verið að stílisera hana fyrir hina ýmsu viðburði og einnig myndatökur. Svo hef ég mikið verið að taka myndir af henni og þær hafa verið nýttar á vefsíðu fyrirtækisins, Instagram hjá henni og fyrirtækinu og birst í tímaritum, nú síðast hjá ástralska Vogue.Nokkur dæmi um stíliseringu Kolbrúnar fyrir vinnuna.SamsettStíll fyrirsætunnar vekur alltaf athygli og valdi Harperz Bazaar hana á dögunum sem eina af best klæddu fyrirsætum heims, fyrr og síðar. „Það sem er krefjandi við að stílisera er að ég þarf að pæla í því hver hennar stíll er ekki bara minn stíll. Ég þarf að geta blandað hennar fatamerki við önnur fatamerki eins og til dæmis fyrir tískusýningar. Ég fæ oft „lookbooks“ frá merkjum og verð að vita hvað hún mun kunna að meta. Hún notar eiginlega aldrei hælaskó, svo dæmi sé tekið.“ADHD gerir starfið krefjandi Kolbrún er ótrúlega ánægð í starfi en þarf að vera mjög skipulögð til þess að allt gangi upp. „Það erfiðasta er tímastjórnun og forgangsröðun þegar það er brjálað að gera og allt virðist snúast í hausnum á mér þar sem ég er með ofvirkni og athyglisbrest. Ég verð samt að segja að ADHD er algjör gjöf og styrkleiki í mínu tilfelli og hefur hingað til nýst sem mikill kostur í þessu starfi en ég er mjög hvatvís og þegar ég á að vera á tveimur stöðum í einu eða það er verið að hlaða á mig verkefnum. Ég á það til að byrja á öllum í einu og verð svo spennt. En ég hef komið mér upp leiðir til að tækla helstu áskoranirnar með því að vera brjálæðislega skipulögð og reyna að klára það sem ég byrja á og læra að anda, fatta hvað er í forgangi og þess háttar. Fólk með ADHD getur átt erfitt með að greina á milli þess hvað er áríðandi og hvað getur beðið, því mér finnst allt áríðandi og langar að klára allt strax í dag en á erfiðara með misskemmtileg langtímaverkefni. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að læra snemma sem ung kona með mikinn athyglisbrest en stóra drauma.“úr einkasafniYfirmaður Kolbrúnar rekur sitt eigið hönnunarfyrirtæki samhliða módelstörfum og leiklist. „Hún er stórfyrirsæta og leikkona en hún lék til dæmis aðalhlutverkið í Eyðimerkurblóminu en einnig er hún aktívisti fyrir konur í Afríku. Hún er sjálf frá Eþíópíu. Fyrst var hún góðgerðarsendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem hún barðist fyrir betri heilbrigðismálum fyrir ófrískar konur. Einnig á hún sitt eigið tískufyrirtæki. Þetta er æðislegt fyrirtæki. Öll fötin eru handgerð í Afríku og ofin úr bómull. Það er mjög góð tilfinning að vinna fyrir fyrirtæki sem er að viðhalda gömlum vefnaðarvenjum í Eþíópíu og halda fólki í vinnu og sjá til þess að þau eigi gott líf. Fötin eru mjög létt, falleg og þægileg en aðallega eru þetta léttir sumarkjólar og svokallaðir „caftans“ sem eru mikið notaðir í heitum löndum eða sumarfríinu til dæmis yfir sundföt.“úr einkasafniDraumaferð til Afríku Kolbrún hefur búið í New York síðan árið 2013. Hún lærði ferðamálafræði í Háskóla Íslands og tískustjórnun í FIT, Fashion Institute of Technology. Í New York hefur hún einnig starfað hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tískuhúsi og sem þjónn hjá Icelandic Fish and Chips. Einnig hefur hún haldið dansnámskeið fyrir heimilislaus börn í Harlem og margt fleira áhugavert. Það er líka hluti af starfinu hennar að umgangast þekkta einstaklinga og hefur hún fengið að hitta stjörnur eins og Naomi Campell, Cindy Crawford, Miley Cyrus, Naomi Watts, Mindy Kaling, Zoe Zaldana og fleiri. „Ég skrifaði í dagbók í fyrra að mest af öllum langaði mig til að hitta Grace Coddington, listrænan stjórnanda US Vogue en það rættist á þessu ári,“ segir Kolbrún. Í sínu starfi hefur hún mætt á ýmis konar viðburði, tískusýningar á tískuvikunni í New York og einnig í Lagos, Nígeríu. „Núna síðast fór ég með henni á mjög sérstakan minnisviðburð um Oribe, einn frægasta hárgreiðslumann fyrr og síðar sem féll frá fyrir ekki svo löngu, en þarna voru saman komin öll stærstu nöfnin í tískuheiminum til að minnast vinar. Ég endaði með að sitja á fremsta bekk þannig einhvern veginn rataði mynd af mér ásamt yfirmanni mínum á New York Times með fyrirsögninni vinir Oribe, sem var mjög spes fyrir mig því ég hafði aldrei hitt manninn. En þetta var rosalega falleg athöfn og flestir enduðu með gæsahúð eða grátandi.“ Eftirminnilegast fyrir Kolbrúnu er ferðalag til Parísar og Lagos í Nígeríu í vor sem hafi verið æðisleg upplifun. „Ég hafði aldrei komið til Afríku áður en þessi lífsreynsla var engri lík. Við vorum með vopnaða öryggisverði, gistum í svítum á fimm stjörnu hóteli og vorum baksviðs á tískuviku og hittum einnig Wizkid á sáum hann halda tónleika en það er stærsta Afrobeats stjarna heims. Lagos er stundum kallað Parísarborg Afríku en það er svo mikið um skapandi iðnað og tísku og alls kyns frábærir hlutir að gerast. En það er svakalegur munum á ríkidæmi og fátækt. Maður sá það með berum augum daglega. En þar sem ég var í fimm-stjörnu pakkanum þá má segja að þetta hafi ekki verið eðlileg fyrstu kynni við Afríku. Einnig var mjög gaman þegar við fórum á Lekki Market sem var frábær markaður með alls konar handunnum vörum og alls kynnst varningi og ótrúlegt að sjá hvernig fólk labbar um með bala með kannski 20 kílóum á hausnum. Mér leið eins og ég væri í bíómynd allan tímann, vægast sagt.“Úr einkasafniKolbrún segir að þetta starf hafi farið langt fram úr hennar björtustu vonum að mörgu leyti. „Það hentar mér mjög vel og ég fæ að gera alls konar hluti sem lítilli stelpu frá Íslandi óraði ekki um. Auðvitað langar mig bara að halda áfram að vinna mig upp hér í New York og sjá hvert það leiðir mig. Þetta hefur þó ekki verið dans á rósum og ég vil að það komi fram að lífið hér getur verið mjög mikið hark. Það er mikil samkeppni og stundum er þetta harður heimur. Það koma alveg dagar inn á milli sem mig langar að gefast upp og flytja aftur heim til elsku Reykjavíkur og eiga þvottavél heima hjá mér og það sem kallast „eðlilegt líf“. En á sama tíma hef ég verið hér í rúmlega sex ár og lífið hér getur verið mjög skemmtilega ögrandi. Það koma nefnilega alltaf góðar stundir daglega sem bæta upp allt það sem er erfitt. Það getur oft gerst á sama tíma. Til dæmis eru kannski þrengsli í lestinni á morgnana og fólk að æpa á hvort annað en svo kemur maður úr á lestarpallinn og þar leikur kannski heimsklassa saxófónleikari og maður verður hreinlega aftur ástfanginn af borginni og fyrirgefur henni allt sem á undan gekk. Þessi borg er auðvitað bara best í heimi og mun örugglega aldrei fá nóg af henni í meira en einn og einn dag í einu. Ég myndi segja að mestu leyti tel ég mig vera mjög heppna að fá að búa og starfa í New York því ég er í raun á hverjum degi að lifa mína villtustu drauma.“ Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Viðtal Tengdar fréttir Fáum innblástur frá Frökkunum Tískuveisla franska Vogue bauð upp á innblástur og smekklegheit. 26. nóvember 2017 20:00 Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Nýjasta auglýsingaherferð Mango tekin upp á Íslandi. 16. október 2017 20:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir er búsett í New York og starfar fyrir fyrirsætuna, leikkonuna og hönnuðinn Liyu Kebede. Í starfi sínu fær hún að taka þátt í spennandi verkefnum, nýta alla sína styrkleika og ferðast um heiminn. Kolbrún segir að hún sé að gera hluti í dag sem lítilli stelpu frá Íslandi hafi ekki getað órað um. „Ég sá starfið auglýst á netinu og eftir að hafa lesið starfslýsinguna vissi ég að starfið myndi henta mér mjög vel. Þar sem ég hef unnið áður sem aðstoðarmanneskja hjá sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og einnig fór ég í nám hér í tískumarkaðsfræði. Mér fannst þetta starf því vera fullkomin blanda fyrir mig.“ Þegar Kolbrún sá atvinnuauglýsinguna rak hún augun í að það var ekki tekið fram fyrir hvern hún myndi vinna. Hún lét það ekki stoppa sig enda hljómaði starfslýsingin mjög vel. „Fyrst fór ég í símaviðtal, svo viðtal í eigin persónu við þáverandi aðstoðarmanneskju, því næst í viðtal hjá framkvæmdastjóra fyrirtækisins hennar. Fjórða og síðasta viðtalið var svo Facetime viðtal við hana sjálfa an það er algengt í New York að fara í mörg viðtöl þar sem hópur umsækjanda minnkar í hvert sinn. Það er mikil samkeppni hér um störf og getur svona umsóknarferli tekið á.“Kolbrún Ýr segir að New York borg hafi svo sannarlega sína kosti og galla.úr einkasafniEin stærsta fyrirsæta í heimi Starfslýsingin var mjög opin en Kolbrún er titluð hennar „Executive Personal Assistant.“ „Sem þýðir að ég vinn fyrir yfirmann minn innan veggja fyrirtækisins sem og heimilisins, sem er mjög algengt hér. Fólk sem er svo upptekið eins og raun ber vitni þarf aðstoð við að halda utan um líf sitt í leik og starfi. Starfið er mjög fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi en sú sem ég vinn fyrir er ein stærsta fyrirsæta heims síðastliðin 20 ár. Ég er í samskiptum við alls konar fólk daglega og verkefnin eru jafn misjöfn og þau eru mörg.“ Kolbrún sinnir fjölbreyttum erindum alla daga ásamt því að versla, sinna markaðsmálum fyrirtækisins og halda utan um þétta dagskrá yfirmannsins. „Hún ferðast mjög mikið og er ég meðal annars í samskiptum við fólk á þeim módelskrifstofum sem hún er á samning hjá svo dæmi sé tekið.“Þakklát fyrir að fá að vera skapandi Það skemmtilegasta og óvæntasta við starfið er að fá að vera skapandi og sjálfstæð í hinum ýmsu verkefnum. „Hún fann strax að ég hafði auga fyrir stíliseringum, hvort sem er fatasamsetningum eða innanhússskreytingum. Svo hún hefur nýtt styrkleika mína í þessu starfi sem ég er mjög þakklát fyrir. Ég kann að meta að hún hefur leyft mér að vera mjög skapandi í mínu hlutverki. Ég hef verið að stílisera hana fyrir hina ýmsu viðburði og einnig myndatökur. Svo hef ég mikið verið að taka myndir af henni og þær hafa verið nýttar á vefsíðu fyrirtækisins, Instagram hjá henni og fyrirtækinu og birst í tímaritum, nú síðast hjá ástralska Vogue.Nokkur dæmi um stíliseringu Kolbrúnar fyrir vinnuna.SamsettStíll fyrirsætunnar vekur alltaf athygli og valdi Harperz Bazaar hana á dögunum sem eina af best klæddu fyrirsætum heims, fyrr og síðar. „Það sem er krefjandi við að stílisera er að ég þarf að pæla í því hver hennar stíll er ekki bara minn stíll. Ég þarf að geta blandað hennar fatamerki við önnur fatamerki eins og til dæmis fyrir tískusýningar. Ég fæ oft „lookbooks“ frá merkjum og verð að vita hvað hún mun kunna að meta. Hún notar eiginlega aldrei hælaskó, svo dæmi sé tekið.“ADHD gerir starfið krefjandi Kolbrún er ótrúlega ánægð í starfi en þarf að vera mjög skipulögð til þess að allt gangi upp. „Það erfiðasta er tímastjórnun og forgangsröðun þegar það er brjálað að gera og allt virðist snúast í hausnum á mér þar sem ég er með ofvirkni og athyglisbrest. Ég verð samt að segja að ADHD er algjör gjöf og styrkleiki í mínu tilfelli og hefur hingað til nýst sem mikill kostur í þessu starfi en ég er mjög hvatvís og þegar ég á að vera á tveimur stöðum í einu eða það er verið að hlaða á mig verkefnum. Ég á það til að byrja á öllum í einu og verð svo spennt. En ég hef komið mér upp leiðir til að tækla helstu áskoranirnar með því að vera brjálæðislega skipulögð og reyna að klára það sem ég byrja á og læra að anda, fatta hvað er í forgangi og þess háttar. Fólk með ADHD getur átt erfitt með að greina á milli þess hvað er áríðandi og hvað getur beðið, því mér finnst allt áríðandi og langar að klára allt strax í dag en á erfiðara með misskemmtileg langtímaverkefni. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að læra snemma sem ung kona með mikinn athyglisbrest en stóra drauma.“úr einkasafniYfirmaður Kolbrúnar rekur sitt eigið hönnunarfyrirtæki samhliða módelstörfum og leiklist. „Hún er stórfyrirsæta og leikkona en hún lék til dæmis aðalhlutverkið í Eyðimerkurblóminu en einnig er hún aktívisti fyrir konur í Afríku. Hún er sjálf frá Eþíópíu. Fyrst var hún góðgerðarsendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem hún barðist fyrir betri heilbrigðismálum fyrir ófrískar konur. Einnig á hún sitt eigið tískufyrirtæki. Þetta er æðislegt fyrirtæki. Öll fötin eru handgerð í Afríku og ofin úr bómull. Það er mjög góð tilfinning að vinna fyrir fyrirtæki sem er að viðhalda gömlum vefnaðarvenjum í Eþíópíu og halda fólki í vinnu og sjá til þess að þau eigi gott líf. Fötin eru mjög létt, falleg og þægileg en aðallega eru þetta léttir sumarkjólar og svokallaðir „caftans“ sem eru mikið notaðir í heitum löndum eða sumarfríinu til dæmis yfir sundföt.“úr einkasafniDraumaferð til Afríku Kolbrún hefur búið í New York síðan árið 2013. Hún lærði ferðamálafræði í Háskóla Íslands og tískustjórnun í FIT, Fashion Institute of Technology. Í New York hefur hún einnig starfað hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tískuhúsi og sem þjónn hjá Icelandic Fish and Chips. Einnig hefur hún haldið dansnámskeið fyrir heimilislaus börn í Harlem og margt fleira áhugavert. Það er líka hluti af starfinu hennar að umgangast þekkta einstaklinga og hefur hún fengið að hitta stjörnur eins og Naomi Campell, Cindy Crawford, Miley Cyrus, Naomi Watts, Mindy Kaling, Zoe Zaldana og fleiri. „Ég skrifaði í dagbók í fyrra að mest af öllum langaði mig til að hitta Grace Coddington, listrænan stjórnanda US Vogue en það rættist á þessu ári,“ segir Kolbrún. Í sínu starfi hefur hún mætt á ýmis konar viðburði, tískusýningar á tískuvikunni í New York og einnig í Lagos, Nígeríu. „Núna síðast fór ég með henni á mjög sérstakan minnisviðburð um Oribe, einn frægasta hárgreiðslumann fyrr og síðar sem féll frá fyrir ekki svo löngu, en þarna voru saman komin öll stærstu nöfnin í tískuheiminum til að minnast vinar. Ég endaði með að sitja á fremsta bekk þannig einhvern veginn rataði mynd af mér ásamt yfirmanni mínum á New York Times með fyrirsögninni vinir Oribe, sem var mjög spes fyrir mig því ég hafði aldrei hitt manninn. En þetta var rosalega falleg athöfn og flestir enduðu með gæsahúð eða grátandi.“ Eftirminnilegast fyrir Kolbrúnu er ferðalag til Parísar og Lagos í Nígeríu í vor sem hafi verið æðisleg upplifun. „Ég hafði aldrei komið til Afríku áður en þessi lífsreynsla var engri lík. Við vorum með vopnaða öryggisverði, gistum í svítum á fimm stjörnu hóteli og vorum baksviðs á tískuviku og hittum einnig Wizkid á sáum hann halda tónleika en það er stærsta Afrobeats stjarna heims. Lagos er stundum kallað Parísarborg Afríku en það er svo mikið um skapandi iðnað og tísku og alls kyns frábærir hlutir að gerast. En það er svakalegur munum á ríkidæmi og fátækt. Maður sá það með berum augum daglega. En þar sem ég var í fimm-stjörnu pakkanum þá má segja að þetta hafi ekki verið eðlileg fyrstu kynni við Afríku. Einnig var mjög gaman þegar við fórum á Lekki Market sem var frábær markaður með alls konar handunnum vörum og alls kynnst varningi og ótrúlegt að sjá hvernig fólk labbar um með bala með kannski 20 kílóum á hausnum. Mér leið eins og ég væri í bíómynd allan tímann, vægast sagt.“Úr einkasafniKolbrún segir að þetta starf hafi farið langt fram úr hennar björtustu vonum að mörgu leyti. „Það hentar mér mjög vel og ég fæ að gera alls konar hluti sem lítilli stelpu frá Íslandi óraði ekki um. Auðvitað langar mig bara að halda áfram að vinna mig upp hér í New York og sjá hvert það leiðir mig. Þetta hefur þó ekki verið dans á rósum og ég vil að það komi fram að lífið hér getur verið mjög mikið hark. Það er mikil samkeppni og stundum er þetta harður heimur. Það koma alveg dagar inn á milli sem mig langar að gefast upp og flytja aftur heim til elsku Reykjavíkur og eiga þvottavél heima hjá mér og það sem kallast „eðlilegt líf“. En á sama tíma hef ég verið hér í rúmlega sex ár og lífið hér getur verið mjög skemmtilega ögrandi. Það koma nefnilega alltaf góðar stundir daglega sem bæta upp allt það sem er erfitt. Það getur oft gerst á sama tíma. Til dæmis eru kannski þrengsli í lestinni á morgnana og fólk að æpa á hvort annað en svo kemur maður úr á lestarpallinn og þar leikur kannski heimsklassa saxófónleikari og maður verður hreinlega aftur ástfanginn af borginni og fyrirgefur henni allt sem á undan gekk. Þessi borg er auðvitað bara best í heimi og mun örugglega aldrei fá nóg af henni í meira en einn og einn dag í einu. Ég myndi segja að mestu leyti tel ég mig vera mjög heppna að fá að búa og starfa í New York því ég er í raun á hverjum degi að lifa mína villtustu drauma.“
Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Viðtal Tengdar fréttir Fáum innblástur frá Frökkunum Tískuveisla franska Vogue bauð upp á innblástur og smekklegheit. 26. nóvember 2017 20:00 Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Nýjasta auglýsingaherferð Mango tekin upp á Íslandi. 16. október 2017 20:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Fáum innblástur frá Frökkunum Tískuveisla franska Vogue bauð upp á innblástur og smekklegheit. 26. nóvember 2017 20:00
Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Nýjasta auglýsingaherferð Mango tekin upp á Íslandi. 16. október 2017 20:00